Viðburðir framundan

Barnaleiðsögn: Skemmtiganga með tón, lykt og lit í Þjóðminjasafninu

  • 5.9.2021, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Hvernig líður tíminn á Þjóðminjasafni? Hvaða tón er þar að finna? Og hvaða lykt? Hvernig er að skoða umhverfið í gegnum litað spjald? Í Þessari skemmtigöngu verður notast við ferðatösku með ýmsum munum sem virkja skilningarvitin á leiðinni í gegnum safnið. Forvitnir krakkar og fjölskyldur þeirra velkomin. 

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði á Þjóðminjasafninu.

Við biðjum gesti að virða þær sóttvarnarreglur sem eru í gildi. Grímuskylda er á safninu. Grímuskylda á ekki við um börn sem fædd eru 2006 og síðar.  Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk taka ekki til barna sem fædd eru 2016 eða síðar. 

Verið öll velkomin.