Fréttir
Með verkum handanna hlýtur Fjöruverðlaunin
Fjöruverðlaunin - bókmenntaverðlaun kvenna voru afhent í dag í Höfða. Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson hlaut verðlaunin í flokki fræðirita. Lilja Árnadóttir tók við verðlaununum en hún ritstýrði bókinni og bjó til prentunar en Elsa lést árið 2010. Bókin byggir á áratugarannsóknum Elsu og var gefin út í október árið 2023, skömmu áður en samnefnd sýning opnaði í Þjóðminjasafni Íslands.
Margrét Tryggvadóttir hlaut verðlaun í flokki barna- og unglingabóka fyrir Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina og Kristín Ómarsdóttir hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta fyrir Móðurást: Oddný. Við óskum verðlaunahöfum innilega til hamingju!