Forvarsla: Kynning frá Listaháskólanum í Varsjá
Föstudaginn 17. mars fær Þjóðminjasafn Íslands forverði frá Listaháskólanum í Varsjá í heimsókn. Þeir munu kynna starfsemi forvörsludeildar skólans í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins. Kynningin hefst klukkan 10:00. Allir velkomnir.
Fjallað verður um sögu og skipulag forvörsludeildarinnar. Þær dr. Hab. Monika Jadzinska, dr. Magdalena Hamlet-Kurmanow og Anna Julia Tomkowska fjalla um sögu og skipulag forvörsludeildarinnar og gera grein fyrir þeirri aðferðafræði sem beitt er við varðveislu á pappír, leðri, bókum, listaverkum, fornleifum og menningarsögulegum minjum.
Pólska sendiráðið á Íslandi stendur að viðburðinum ásamat Þjóðminjasafni Íslands og er viðburðurinn liður í því að mynda brú forvörslu milli landa.
Þátttakendur eru:
Dr. Hab. Monika Jadzinska, prófessor AFA
deildarforseti forvörsludeildar Listaháskólans í Varsjá
Dr. Magdalena Grenda-Kurmanow
sérfærðingur í varðveislu og endurgerð bóka
Dr. Anna Julia Tomkowska
sérfræðingur í höggmyndum, byggingarlist og fornminjum