Fréttir

Lilja Árnadóttir og Mörður Árnason eru tilnefnd til Viðurkenningar Hagþenkis

8.2.2024

Hagþenkir hefur tilkynnt tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis. Með verkum handanna var meðal þeirra tíu verka sem hlutu tilnefningu að þessu sinni. 

Ritstjórar bókarinnar, Lilja Árnadóttir og Mörður Árnason, eru tilnefnd. Elsa E. Guðjónsson (1924-2010) er höfundur verksins en hún starfaði á Þjóðminjasafninu í áratugi og bókin byggir á áratugarannsóknum hennar. 

Umsögn Hagþenkis:

„Óvenju glæsi­legt verk sem kynn­ir stór­kost­leg tex­tíl­verk sem unn­in voru á Íslandi fyrr á öld­um og skipa sess í alþjóðlegu sam­hengi. Bygg­ist á viðamikl­um rann­sókn­um Elsu E. Guðjóns­son.“

Með verkum handanna - Íslenskur refilsaumur fyrri alda hlaut einnig tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlauna kvenna.

Með verkum handannaÞjóðminjasafnið óskar öllum þeim sem hlutu tilnefningu til hamingju. 

Önnur prentun er komin í sölu, og hér má nálgast bókina í vefverslun og hér má nálgast umsagnir um verkið sem eru afbragðsgóðar. 

Þjóðminjasafn Íslands gefur út.

Á myndinni eru þau sem tilnefnd voru.