Fréttir

Forvarnir vegna eldgoss

16.4.2021

Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út leiðbeiningar um forvarnir vegna eldgoss vegna eldsumbrota á Reykjanesskaga. 

Ein af afleiðingum eldgossins á Reykjanesskaga er loftmengun af völdum brennisteinstvíoxíð (SO2). Séu byggingar ekki með loftræstikerfi með kolasíum á gasið greiða leið inn og getur valdið skaða, t.a.m. á safnkosti.

Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar  hér á heimasíðu safnsins og á heimasíðu safnaráðs. Starfsfólk safna er hvatt til að kynna sér leiðbeiningarnar og forvarnir vegna mögulegra eldsumbrota.