Fréttir

Spurningaskrá um fermingar og ungmennavígslur

9.3.2021

Opnað hefur verið fyrir svörun við spurningaskrá um fermingar og ungmennavígslur og eru öll þau sem hafa fermst á síðustu árum sérstaklega hvött til að svara skránni.

Þjóðminjasafn Íslands hefur safnað skipulega heimildum um lífshætti á Íslandi með því að semja spurningaskrár og senda út til fólks undanfarin 60 ár. Á aldarafmæli Þjóðminjasafnsins, árið 1963, kynnti menntamálaráðherra stofnun sérstakrar þjóðháttadeildar, sem heldur utan um þessa söfnun. Allar skrárnar má nálgast á menningarsögulegum gagnagrunni safnanna, sarpur.is , og þau svör sem hafa verið gerð tölvutæk eru einnig aðgengileg þar. Hér má nálgast spurningaskrána um fermingar og ungmennavígslur.