Innan girðingar og utan. Söfnun frásagna um varnarliðið á Miðnesheiði.
Byggðasafn Reykjanesbæjar og Þjóðminjasafn Íslands safna frásögnum um varnarliðið á Miðnesheiði og áhrif þess á líf og störf Íslendinga. Markmiðið er að safna heimildum um persónulega upplifun fólks.
Útbúnar hafa verið fjórar spurningaskrár. Þrjár eru á íslensku og fjalla um vinnuna á Vellinum, menningaráhrif og hernaðarandstöðu. Sú fjórða er á ensku og er ætluð hermönnum og fjölskyldum þeirra sem dvöldu á Íslandi.
Þau sem hafa áhuga geta tekið þátt í verkefninu og svarað einni eða fleiri spurningaskrám á netinu. Spurningaskrárnar verða opnar í eitt ár. Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt enda hafði vera hersins áhrif víða. Spurningaskrárnar er hægt að nálgast í gegnum menningarsögulega gagnasafnið Sarp.
Hér má nálgast skrárnar:
Nánari upplýsingar um verkefnið veita:
Helga Vollertsen, sérfræðingur í þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands, sími 530-2276, netfang helga.vollertsen@thjodminjasafn.is
Eva Kristín Dal, safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar, sími 824-2036, netfang eva.k.dal@reykjanesbaer.is.
Mynd: frá mótmælum Samtaka hernaðarandstæðinga 1976 við eitt af hliðunum inn á Völlinn.
Ljósmyndari: Heimir Stígsson