COVID-19

Reglugerð um takmörkun á samkomum í gildi frá og með 12. nóvember og gildir til 8. desember 2021

15.11.2021

Í söfnum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk, 1 metra reglu og grímuskyldu. Þó er heimilt að taka á móti fimm viðskiptavinum til viðbótar á hverja 10 m² en þó aldrei fleirum en 500 að hámarki. Grímuskylda er á safninu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2016 eða síðar.

* Í söfnum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk, 1 metra reglu og grímuskyldu. Þó er heimilt að taka á móti fimm viðskiptavinum til viðbótar á hverja 10 m² en þó aldrei fleirum en 500 að hámarki.

* Almennar fjöldatakmarkanir 50 manns: Börn fædd 2016 og síðar teljast ekki með. Í þessu felst að óheimilt er að fleiri en 50 komi saman, hvort heldur inni eða utandyra, í opinberum rýmum eða einkarýmum.

* Nálægðarmörk 1 metri milli ótengdra aðila: Ef ekki er hægt að virða mörkin er skylt að nota andlitsgrímu. Leikskólabörn og nemendur í 1. til 4. bekk í grunnskóla undanþegin 1 metra reglunni.

* Grímunotkun: Skylt er að nota grímu sé ekki hægt að virða 1 metra reglu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.

* Fjölmennir viðburðir með notkun hraðprófa: Heimilt er að halda viðburði fyrir 500 manns í hverju sóttvarnahólfi ef allir gestir fæddir 2015 og fyrr framvísa neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi sem má ekki vera eldra en 48 klst. Ef ekki er hægt að uppfylla 1 metra reglu skulu gestir bera grímu, að undanskildum börnum fæddum 2006 eða síðar. Heimilt er að víkja frá 1 metra reglu þegar gestir sitja en þá ber að nota grímu. Skylt er að skrá gesti í föstum sætum með nafni, kennitölu og símanúmeri. Óheimilt er að selja veitingar í hléi.

Sjá frétt á vef Stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2021/11/12/COVID-19-Hertar-adgerdir-50-manna-fjoldatakmarkanir-storatak-i-orvunarbolusetningum/