Fréttir

Harpa Þórsdóttir er nýr þjóðminjavörður

26.8.2022

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur til að gegna embætti þjóðminjavarðar.

Harpa á að baki tuttugu ára feril við söfn og hefur frá árinu 2017 verið safnstjóri Listasafns Íslands og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starf. Sjá nánar fréttatilkynningu á heimasíðu menningar- og viðskiptaráðuneytisins.