Fréttir

Með verkum handanna tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

1.12.2023

Með verkum handanna er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Í dag voru tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna kynntar í Eddu. 

Með verkum handanna eftir Elsu E. Guðjónsson hlaut tilnefningu í flokki fræðirita. Lilja Árnadóttir ritstjóri bókarinnar og Kári Halldór sonur Elsu tóku við tilnefningunni. 

Í umsögn dómnefndar segir: "Glæsileg bók og ríkulega myndskreytt. Fallegt og veglegt rit sem vitnar um ríkt menningarstarf kvenna á fyrri tímum. Í bókinni er fjallað á greinargóðan hátt um þann stórbrotna menningararf sem klæðin eru." 

Við óskum öllum sem hlutu tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna innilega til hamingju.