Fréttir

Út fyrir þægindarammann

Spessi 1990-2020

29.4.2021

Linda Ásdísardóttir sérfræðingur á Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni flytur hádegisfyrirlestur 4. maí kl. 12 í fyrirlestrasal safnsins. Linda fjallar um tilurð yfirstandi sýningar og nýútkomna bók, báðar með titilinn „Spessi 1990-2020“. Á sýningu og í bók er farið yfir 30 ára feril samtímaljósmyndarans Spessa, Sigurþórs Hallbjörnssonar. Á fyrirlestrinum verður veitt nánari sýn á verk Spessa sem hefur skapað sér afgerandi stíl í íslenskri ljósmyndun. Val hans og efnistök eru sérstök og hann dregur gjarnan manneskjuna út fyrir þægindarammann sinn.

Sýningin „Spessi 1990-2020“ stendur fram til 29. ágúst og þar má sjá dæmi um sögurnar sem birtast í verkum hans. Stoltar hvunndagshetjur, einmana bensíndælur, yfirgefin rými, beygluð byltingarvopn, byssueigendur, blokkaríbúar og listamenn. Kimar samfélagsins og svo aftur menningarlífið eru áberandi í verkum Spessa. Verk hans eru spegill á íslenskt samfélag og fela í sér ákveðna samfélagsrýni.

Ljósmyndabókin fæst í safnbúðinni og hér í vefverslun safnsins.

Vegna fjöldatakmarkana er nauðsynlegt að bóka sæti í síma 530 2202 eða í gegnum netfangið bokun@thjodminjasafn.is . Fyrirlestrinum verður einnig streymt á YouTube rás safnsins.

Aðgöngumiði í safnið gildir. Ókeypis fyrir handhafa árskorts og ókeypis fyrir börn að 18 ára aldri. Árskort kostar 2.000 kr. og gildir á allar sýningar og viðburði í Þjóðminjasafni Íslands.

Verið öll velkomin.

  streymt á YouTube rás safnsins.