Fréttir

Prósent gerir þjónusturannsókn fyrir Þjóðminjasafnið

19.3.2024

Þjóðminjasafnið er eitt þriggja höfuðsafna á Íslandi. Þjóðminjasafnið leggur mikla áherslu á að þjóna öllum þeim sem heimsækja okkur eða nýtja sér þjónustu okkar með öðrum hætti eins og best verður á kosið. 

Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér rannsóknina fyrir hönd Þjóðminjasafns Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf gesta til safnsins og bæta þjónustuna.

Þau sem hafa einhverjar spurningar um könnunina er velkomið að hafa samband við Prósent með því að senda tölvupóst á rannsoknir@prosent.is eða hringja í síma 546 1008.

Einnig er hægt að hafa samband við Þjóðminjasafnið ef einhverjar spurningar vakna með því að senda póst á kristin.yr.hrafnkelsdottir@thjodminjasafn.is

Persónuvernd og trúnaður við þátttakendur

Prósent ehf. láta aldrei af hendi persónugreinanlegar upplýsingar þátttakenda. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál. Prósent ehf. starfa eftir ströngum siðareglum ESOMAR sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknarfyrirtækja og er sérstaklega unnið eftir lögum um
persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Við hvetjum þig til að kynna þér rétt þinn og hvernig Prósent meðhöndlar og verndar persónuupplýsingar þátttakenda.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Prósents.

Logo-Prosent-jpg