Fréttir

Fjölmenningardeiglan: frásagnir pólskra Íslendinga

11.1.2024

Fjölmenningardeiglan - pólskar rætur og daglegt líf á Íslandi er ný þjóðháttasöfnun um reynslu pólskra Ísendinga af íslensku samfélagi. Markmið þjóðháttasöfnunar Þjóðminjasafnsins er að safna upplýsingum um siði og venjur, hátíðisdaga og daglegt líf í íslensku samfélagi fyrir komandi kynslóðir.

Þjóðháttasafnið telur mikilvægt að reynsla fyrstu kynslóða pólskra Íslendinga falli ekki í gleymskunnar dá og hefur opnað spurningaskrá með það að markmiði að tilverði heimildir um:

  • reynslu pólskra Íslendinga af íslensku samfélagi
  • daglegt líf þeirra hér á landi
  • framlag þeirra til íslensks samfélags

Söfnunin felst í spurningarskrá annars vegar og hins vegar í því að þau sem vilja geta afhent Þjóðminjasafninu ljósmyndir, hvort sem er stafrænar eða framkallaðar, lífi sínu á Íslandi. 

Helga Vollertsen sérfræðingur þjóðhátta hefur veg og vanda af verkefninu. 

>>> Hér má nálgast spurningaskrána og nánari upplýsingar

Verkefnið er unnið með styrk frá Uppbyggingarsjóði EES/EEA and Norway Grants og unnið í samstarfi við Borgarsögusafnið í Varsjá.