Fréttir

Doktorsvörn í fornleifafræði: Joe Wallace Walser III

21.5.2021

Fimmtudaginn 20. maí fór fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Joe Wallace Walser III, sérfræðingur í Þjóðminjasafni, varði þar doktorsritgerð sína í fornleifafræði, Hidden dangers? An investigation of volcanic and environmental impacts on human health and life in historical Iceland. Joe lauk BA-prófi í mannfræði við Temple University í Philadelphiu og MSc-prófi í fornmeinafræði við Durham University í Bretlandi. Við óskum Joe innilega til hamingju með árangurinn.

Um rannsóknina

Eldgos geta ógnað heilsufari fólks og haft alvarleg áhrif á náttúruna, bæði meðan á þeim stendur og til langs tíma, sökum hættulegra efna og eitraðra lofttegunda sem þau losa út í umhverfið. Stór eldgos á Íslandi hafa áður verið talin hafa valdið stórfelldum búfjárdauða, hungri, breytingum á veðurfari og vatns- og loftmengun, sem hafði í kjölfarið mikil áhrif á heilsu og lífsskilyrði íbúa landsins fyrr á tíð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu mikil áhrif eldsumbrotin höfðu á heilsufar fólks í gegnum aldirnar á Íslandi en um leið að skoða í sama skyni önnur mengunaráhrif í umhverfinu, til dæmis af mannavöldum (s.s. með notkun kvikasilfurs, arseniks og blýs) og vegna loftslagsbreytinga (s.s. kólnandi hitastigs á Litlu ísöld).

Í rannsókninni var margvíslegum aðferðum beitt en einkum stuðst við greiningar á beinum manna og dýra, auk jarðvegssýna. Í úrtaki hennar voru bein 186 einstaklinga frá sjö mismunandi stöðum á Íslandi sem voru í byggð allt frá 10. öld til 19. aldar. Þá voru sértækar greiningar gerðar á gögnum frá Skriðuklaustri í Fljótsdal, þar sem var klaustur og spítali á árabilinu 1493-1554, og frá Skeljastöðum í Þjórsárdal, sem lögðust í eyði í kjölfar Heklugoss árið 1104. Alls voru 36 sýni úr mannabeinum og 31 tannsýni, sem og 23 dýrabeinasýni og 13 jarðvegssýni valin til rannsóknarinnar frá Skriðuklaustri. Til samanburðar voru valin 14 beinasýni og níu jarðvegssýni frá Skeljastöðum.

On Thursday May 20th a doctoral thesis defense took place at the Faculty of History and Philosophy at the University of Iceland. Joe Wallace Walser III, a specialist at the National Museum of Iceland, defended his doctoral thesis, Hidden dangers? An investigation of volcanic and environmental impacts on human health and life in historical Iceland. Joe graduated with BA in Anthropology from the Temple University in Philadelphia and MSc in Palaeopathology from Durham University in England. We sincerely gratulate Joe on his success.

About the research

Volcanic eruptions can cause significant human health and environmental threats both during and after their event due to the hazardous materials and gases that are actively or passively released into the surrounding environment. Historical records suggest that severe historic eruptions in Iceland caused mass mortality to livestock, famine, altered weather and led to the contamination of water and air, all of which significantly impacted the health and living condition of people in the past. The aim of the project was to investigate the effects of volcanic eruptions on human health across Icelandic history, as well as the impacts of the anthropogenic use of heavy metals (e.g., Hg, As, Pb) and climate change (e.g., cooling weather during the Little Ice Age).

The study used a range of different methods but mainly analyses on human and animal bones and soil samples. Standard osteological analyses were conducted on skeletal individuals (n=186) from archaeological sites (n=7) across Iceland dated between the 10th and the 19th century. Samples were then collected for further analyses: human bone (n=36) and teeth samples (n=31), as well as animal bone samples (n=23) and soil samples (n=13), which were selected from the monastic-hospital site of Skriðuklaustur (AD 1493-1554). In addition to previously published comparative data, bone samples (n=14) and soil samples (n=9) were selected from a farm site, called Skeljastaðir, which was abandoned during the AD 1104 eruption of the nearby volcano Hekla.