Fréttir

Mannauðsstjóri

10.2.2022

Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir mannauðsstjóra.  Starfið er bæði umfangsmikið og krefjandi og hentar einstaklingi sem hefur áhuga á fólki, býr yfir hæfni til að vinna að mörgum fjölbreyttum verkefnum á sama tíma. Mannauðsstjóri er hluti af stjórnendateymi Þjóðminjasafnsins og vinnur að því að framfylgja stefnu og ná markmiðum stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

 • Ábyrgð á þróun og framkvæmd mannauðsstefnu.
 • Ráðgjöf til stjórnenda og starfsmanna.
 • Umsjón með starfsþróunar-, vinnuverndar- og fræðslumálum.
 • Mótun ferla og innleiðing umbótaverkefna.
 • Skipulagning og utanumhald ráðningarferla.
 • Umsjón með launasetningu og launavinnslu.
 • Árangursmælingar.
 • Þátttaka í áætlunargerð og rekstri sem snýr að mannauðsmálum.
 • Túlkun kjarasamninga og samskipti við stéttarfélög.
 • Önnur tengd verkefni.


Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er kostur.
 • Þekking og marktæk reynsla á sviði mannauðsmála.
 • Reynsla af umbótaverkefnum og ferlavinnu.
 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum, jákvætt viðmót og sveigjanleiki.
 • Frumkvæði, drifkraftur og metnaður til að ná árangri.
 • Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna í teymi með öðrum.
 • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og mæltu máli.
 • Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur.


Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 141/2011, lögum um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 21. febrúar 2022.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um færni viðkomandi til að gegna starfinu. Æskilegt er að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is) hjá Vinnvinn.