Samstarfsverkefni með Borgarsögusafninu í Varsjá
Þjóðminjasafn Íslands tekur nú um stundir þátt í samstarfsverkefni með Borgarsögusafninu í Varsjá. Verkefnið er unnið með styrk frá Uppbyggingarsjóði EES/EEA Grant.
Verkefni Þjóðminjasafnsins í samstarfinu eru af ýmsum toga.
Styrkur frá Uppbyggingasjóði EES/EEA Grant mun til að mynda fara til Þjóðháttasafns sem mun safna frásögnum fólks af pólskum uppruna um kynni þeirra af íslensku samfélagi. Hægt verður að nálgast þá könnun á heimasíðu safnins á næstunni.
Þá er einnig unnið að skrásetningu og stafvæðingu safnkostsins og þróun gestamóttöku.
Á menningarnótt hélt Þjóðminjasafnið ljósmyndasýningunni Um borg og bý sem fór fram á auglýsingaskjám víðsvegar um borgina. Sýndar voru svipmyndir af Reykjavík liðins tíma í bland við svipmyndir af Varsjá. Sýningin var hluti af samstarfsverkefninu með Borgarsögusafninu í Varsjá.