Góðir gestir á sýningaropnun á laugardag
Á laugardaginn voru opnaðar tvær sýningar í safninu: Pólskar rætur og Myndasalur í 20 ár.
Sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński opnaði sýningarnar og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra flutti ávarp.
Sýningin Pólskar rætur byggir á þjóðháttarannsókn sem nú stendur yfir um reynslu fólks með pólskar rætur af veru sinni hér á landi. Á sýningunni Myndasalur í 20 ár eru sýnd verk höfunda sem haldið hafa sam- eða einkasýningar í Myndasal frá því salurinn var opnaður árið 2004. Sýningin myndar eins konar yfirlit yfir samtímaljósmyndun síðustu tveggja áratuga.
Skemmtilegur dagur í Þjóðminjasafni Íslands!
Við hvetjum alla til að koma við í safninu og sjá sýningarnar.
Sendiherra Póllands, Gerard Pokruszyński opnaði sýningarnar.
Tónlistarmenn með pólskar rætur.
Lilja Alfreðsdóttir ráðherra flutti ávarp.
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður býður gesti velkomna.
Gestir virða fyrir sér Pólskar rætur, sýninguna á Vegg.
Freyja Hlíðkvist starfsmaður Munasafns og Bryndís Erla Hjálmtýsdóttir sýningarstjóri.
Gestir á sýningunni.
Gestir á sýningunni.
Gestir á sýningunni.
Gestir á sýningunni.
Ljósmyndari: Ívar Brynjólfsson