Ljósmyndasafn Íslands

Skrá yfir myndasöfn í Ljósmyndasafni Íslands

Þetta hefti er fjórða útgáfan á skrá yfir myndasöfn í Þjóðminjasafni Íslands. Þrívegis áður hefur verið fjölfölduð skrá með upplýsingum um filmu- og plötusöfn, sem varðveitt eru í Þjóðminjasafni Íslands.1 Skráin er unnin upp úr lauslegum drögum sem Halldór J. Jónsson gerði á árunum fyrir 1990. Inga Lára Baldvinsdóttir hefur síðan tekið saman mun fyllri og ítarlegri skrá og búið hana til fjölföldunar – nú í fjórða sinn. Þörf var á að gefa út endurskoðaða útgáfu skrárinnar, þar sem ný myndasöfn berast Þjóðminjasafninu árlega og ýmsar upplýsingar hafa breyst eins og sést best á því að í fyrstu útgáfu skrárinnar voru 78 filmu- og plötusöfn, í þeirri næstu 128, í þeirri þriðju 180 og í þessari eru tilgreind filmusöfn frá 268 aðilum. Í þriðju útgáfunni var ákveðið að auka enn við skrána og freista þess að láta hana ná til allra einstakra myndasafna og sérsafna sem hafa að geyma myndir innan Þjóðminjasafnsins. Myndasöfn með pappírsmyndum eru nú 86 talsins. Talið er að í safninu séu varðveittar yfir átta milljónir mynda af margvíslegri gerð.


Myndasöfn

  • Björn Björnsson (1889-1977) (6)
  • Gunnar Pétursson (1928-2012) (6)
  • Guðni Þórðarson (1923-2013) (6)
  • Hjálmar R. Bárðarson (1918-2009) (6)
  • Jón Kaldal (1896 – 1981) (6)
  • Ljós- og prentmyndasafnið (6)
  • Loftur Guðmundsson (1892-1952) (6)
  • Mannamyndasafnið (6)
  • Nicoline Weywadt (1848-1921) (6)
  • Ólafur Magnússon (1889-1954) (5)
  • Sigfús Eymundsson (1837-1911) (6)
  • Sigríður Zoëga (1889-1968) (6)
  • Vilborg Harðardóttir (1935 -2002) (6)
  • Þorsteinn Jósepsson (1907-1967) (6)