Verslun og veitingar

Safnbúðir, kaffihús og aðgengi fyrir alla

Þjóðminjasafn Íslands býður gestum upp á fleira en forvitnilegar sýningar og viðburði. Safnbúðir Þjóðminjasafns auk kaffihúsa Kaffitárs og Juliu & Juliu eru nútímaleg viðbót við safnastarfið.

Safnbúðir Þjóðminjasafns

Þjóðminjasafnið rekur tvær safnbúðir þar sem aðaláhersla er lögð á minjagripi sem endurspegla sýningar og safnkost safnsins. Einnig er gott úrval af bókum, meðal annars sérútgáfa Þjóðminjasafnins. Safnbúðin

Fjölbreytt úrval af skarti er í boði, en safnbúðirnar bjóða upp á endurgerðir af hálsfestum, hringum, nælum o.fl. sem geymdar eru í safninu. Þar má finna galdrastafi, töfrarúnir og Þórshamar ásamt fleiri eftirgerðum af vinsælum gripum á safninu. Einn vinsælasti gripurinn er eftirgerð af líkneski frá því um 1000 af hinum heiðna guði Þór.

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu tengjast vörur sýningunni Sjónarhornum en einnig er þar úrval af bókum og vörum sem tengjast safnkosti Þjóðminjasafnsins. 

Safnbúðin er opin á sama tíma og safnið og hana má finna bæði í safninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sími safnbúðar Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu er 530-2203 og safnbúðar Safnahússins Hverfisgötu 530-2211 .

Kaffitár og Julia & Julia

Kaffitár er staðsett við Safnbúðina og sýningarrýmið Torgið á 1. hæð Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Sími: 420-2734 .

Í Safnahúsinu við Hverfisgötu er veitingastofan Julia & Julia
sunnanmegin 1. hæðar.
Boðið er upp á kaffi og léttar veitingar í huggulegu umhverfi.  

Kaffitár  er opið á sama tíma og safnið yfir sumarið en á veturna klukkan 9-17 frá þriðjudegi til föstudags og klukkan 10-17 um helgar. Lokað á mánudögum. 

Nánari upplýsingar um starfsemi Kaffitárs. 

Julia & Julia er opið á sama tíma og Safnahúsið, á veturna klukkan 10-17 frá þriðjudegi til sunnudags. Á sumrin alla daga frá 10-17.   Nánari upplýsingar um starfssemi Julia & Julia.

Julia&Julia