Rannsóknir

Rannsóknir Ljósmyndasafns Íslands

Ljósmyndasafnið hefur staðið að útgáfu ýmissa rita. Þar á meðal eru yfirlitsrit um sögu ljósmyndunar á afmörkuðum tímabilum og bækur um einstaka ljósmyndara. Einnig hafa verið teknar saman ýmsar óprentaðar skýrslur um safnkostinn.

Þjóðin, landið og lýðveldið. Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Ágúst Ó. Georgsson, Christiane Stahl, Linda Ásdísardóttir og Sigurjón Baldur Hafsteinsson unnu að rannsókninni. 2008.

Konunglegur hirðljósmyndari. Rannsókn á starfsferli Ólafs Magnússonar og þætti hans í íslenskri ljósmyndasögu. Inga Lára Baldvinsdóttir og Ívar Brynjólfsson unnu að rannsókninni. 2003.

Líf og starf Lofts Guðmundssonar. Inga Lára Baldvinsdóttir, Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Erlendur Sveinsson unnu að rannsókninni. 2002.

Ljósmyndir úr Fox-leiðangrinum 1860. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2002.

Skotskífur úr fórum Det Kongelige Kjöbenhavnske Skydeselskab og danske Broderskab. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2001.

Ljósmyndarar á Íslandi 1845-1945. Yfirlitsrit um sögu íslenskrar ljósmyndunar og starfandi ljósmyndara á tímabilinu. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2001.

Ferðalangurinn og rithöfundurinn Throup og Íslandsmyndir hans. Ívar Brynjólfsson annaðist rannsóknina. 2001.

Magnús Ólafsson og framlag hans til íslenskrar ljósmyndunar. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Hans Malmberg og Íslandsmyndir hans. Inga Lára Baldvinsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Líf og starf Sigríðar Zoëga. Æsa Sigurjónsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Ljósmyndir teknar af Fransmönnum á Íslandi á 19. öld. Æsa Sigurjónsdóttir vann að rannsókninni. 2000.

Ljósmyndun á Íslandi 1950-1970. Guðrún Harðardóttir vann að rannsókninni. 1999.

Rannsókn á gömlum þjóðlífsmyndum úr bókum og blöðum frá fyrri öldum. Halldór J. Jónsson vann í félagi við Árna Björnsson. 1984.

Skrá yfir mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar málara. Rannsókn unnin af Halldóri J. Jónssyni. 1977.