OPIÐ Í SUMAR

1. maí - 15. september

10 - 17

alla daga


Nánari upplýsingar

Fréttir

Með kveðju

Laugardaginn 28. maí kl. 15 verður sýningin "Með kveðju" opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni eru póstkort úr safneign frá árinu 1898 og allt til dagsins í dag. Kortin eru áhugaverður vitnisburður um fólk, fréttir og tíðaranda. Sýningunni er ætlað að veita yfirlit yfir myndefni á íslenksum póstkortum og opna augu gesta fyrir margbreytileika þeirra og menningarsögulegu hlutverki. 


Á sýningunni gefst gestum færi á að senda póstkort til vina og vandamanna, en Pósturinn greiðir póstburðargjaldið. 
Lesa meira
 

Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands

Kynningarstjóri

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf kynningarstjóra.  Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, frumkvæði, samskiptahæfni og fagmennsku.

Lesa meira
 

Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands

Verkefnastjóri sýninga

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra sýninga. Hjá Þjóðminjasafni Íslands starfa 75 manns og heyrir starfið undir miðlunarsvið sem hefur umsjón með sýningum, safnfræðslu, útgáfu og kynningarmálum. Sviðstjóri miðlunarsviðs er næsti yfirmaður verkefnastjórans.

Lesa meira
 

Fréttir

Dálítill sjór

Laugardaginn 28. maí kl. 15 verður opnuð sýning á ljósmyndum Kristínar Bogadóttur á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands. 


Veðurfréttir eru hluti af íslenskri menningu.  Hjá mörgum er það hluti af notalegum hversdagsleika að hlusta á þær en hjá öðrum er það öryggisatriði. Veðurfréttir  byggjast aðallega á upplýsingum frá sjálfvirkum veðurstöðvum, en einnig frá mönnuðum stöðvum, sem fer þó fækkandi. En hvernig lítur rok út? Súld, gráð og öll þessi orð sem heyrast í veðurspánum? Af hverju er stundum talað um dálítinn sjó í veðurfréttunum og hvernig lítur hann út?

Til að rannsaka málið  heimsótti Kristín þær átta sjóveðurstöðvar sem enn eru mannaðar og úr varð myndröð sem fer réttsælis um landið, á sama hátt og veðurlýsingar eru lesnar upp í veðurfréttunum RÚV. Ljósmyndirnar fjalla um veðrið sem fyrirbæri, skynjun og mikilvægi þess að við töpum ekki þeirri kunnáttu að lesa í umhverfið með því að horfa og hlusta.

Lesa meira
 

Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands

Sviðsstjóri miðlunar 

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra miðlunar.  Hjá Þjóðminjasafni Íslands starfa 75 manns og annast miðlunarsvið skipulagningu og umsjón með verkefnum á sviði miðlunar stofnunarinnar, s.s. fræðslu til safngesta,  framleiðslu sýninga, útgáfu, rafræna miðlun og kynningarmál almennt. Þjóðminjavörður er yfirmaður sviðsstjóra miðlunar.

Lesa meira
 

Á döfinni

Sýning á skartgripum Hendrikku Waage í Þjóðminjasafninu

Laugardaginn 30. apríl klukkan 14 verður sýningin Norrænir galdrastafir opnuð á Torgi Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni verða sýndir skartgripir íslenska hönnuðarins Hendrikku Waage. Hún hefur búið og starfað víða um heim, m.a. í Japan, Rússlandi, Indlandi og Ameríku, en er nú búsett í London.

Lesa meira

Sýningar í gangi

Hvað er svona?

 Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár

Sýningin er framlag Þjóðminjasafnsins á aldarafmæli kosningaréttar íslenskra kvenna og sýningargerðin er styrkt af afmælisnefndinni.

Lesa meira

 

Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.