OPIÐ Í SUMAR

1. maí - 15. september

10 - 17

alla daga


Nánari upplýsingar

Fréttir

Dálítill sjór

Laugardaginn 28. maí kl. 15 verður opnuð sýning á ljósmyndum Kristínar Bogadóttur á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands. 


Veðurfréttir eru hluti af íslenskri menningu.  Hjá mörgum er það hluti af notalegum hversdagsleika að hlusta á þær en hjá öðrum er það öryggisatriði. Veðurfréttir  byggjast aðallega á upplýsingum frá sjálfvirkum veðurstöðvum, en einnig frá mönnuðum stöðvum, sem fer þó fækkandi. En hvernig lítur rok út? Súld, gráð og öll þessi orð sem heyrast í veðurspánum? Af hverju er stundum talað um dálítinn sjó í veðurfréttunum og hvernig lítur hann út?

Til að rannsaka málið  heimsótti Kristín þær átta sjóveðurstöðvar sem enn eru mannaðar og úr varð myndröð sem fer réttsælis um landið, á sama hátt og veðurlýsingar eru lesnar upp í veðurfréttum RÚV. Ljósmyndirnar fjalla um veðrið sem fyrirbæri, skynjun og mikilvægi þess að við töpum ekki þeirri kunnáttu að lesa í umhverfið með því að horfa og hlusta.

Lesa meira
 

Fréttir

Brjóstdropar

Föstudaginn 3. júní kl. 18 verður sýningin Brjóstdropar opnuð í Nesstofu. Sýningin er samsýning átta kvenna: Önnu Jóa, Bryndísar Jónsdóttur, Guðbjörgar Lindar Jónsdóttur, Hildar Margrétardóttur, Hlífar Ásgrímsdóttur, Kristínar Geirsdóttur, Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá og Ólafar Oddgeirsdóttur.

Lesa meira
 

Fréttir

17. júní í Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu

Á þjóðhátíðardag Íslendinga verður ókeypis aðgangur í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið. Það er því kjörið tækifæri til að skoða sýningar safnanna eða spreyta sig í ratleikjum og þrautum fyrir alla fjölskylduna.


Boðið verður upp á ókeypis leiðsögn kl. 14 á báðum stöðum.


Á útisvæði Kaffitárs við Safnahúsið verður lifandi tónlist kl. 14-16:30, en fram koma DJ Doodlepops, Mr. Silla og Snorri Helgason. Ilmandi kaffi, kruðerí og ískaldir kaffi-kokteilar fást hjá Kaffitári í Safnahúsinu og Þjóðminjasafni. 

 Verið velkomin!
Lesa meira
 

Fréttir

Með kveðju

Laugardaginn 28. maí kl. 15 verður sýningin "Með kveðju" opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni eru póstkort úr safneign frá árinu 1898 og allt til dagsins í dag. Kortin eru áhugaverður vitnisburður um fólk, fréttir og tíðaranda. Sýningunni er ætlað að veita yfirlit yfir myndefni á íslenskum póstkortum og opna augu gesta fyrir margbreytileika þeirra og menningarsögulegu hlutverki. 


Á sýningunni gefst gestum færi á að senda póstkort til vina og vandamanna, en Pósturinn greiðir póstburðargjaldið. 
Lesa meira
 

Fréttir

Húllandúllan

Menningarnótt í Þjóðminjasafninu og Safnahúsinu við Hverfisgötu

Í Þjóðminjasafninu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu verður mikið um að vera að vanda  á Menningarnótt og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Opið verður frá 10 - 22 og aðgangur ókeypis. 

Lesa meira
 

Á döfinni

Keldur

Sumaropnun á Keldum

Keldur á Rangárvöllum eru opnir gestum alla daga í sumar frá 1. júní til 1. september daglega kl. 10-18.


Keldur er einstök heild bæjar- og útihúsa frá fyrri tíð. Bæjarhúsin eru af elstu varðveittu formgerð torfhúsa, þar sem framhúsin snúa langhlið að hlaði.


Lesa meira

Sýningar í gangi

Með kveðju

Laugardaginn 28. maí kl. 15 verður sýningin "Með kveðju" opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni eru póstkort úr safneign frá árinu 1898 og allt til dagsins í dag. Kortin eru áhugaverður vitnisburður um fólk, fréttir og tíðaranda. Sýningunni er ætlað að veita yfirlit yfir myndefni á íslenskum póstkortum og opna augu gesta fyrir margbreytileika þeirra og menningarsögulegu hlutverki. 


Á sýningunni gefst gestum færi á að senda póstkort til vina og vandamanna, en Pósturinn greiðir póstburðargjaldið. 
Lesa meira

 

Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.