OPIÐ Í VETUR

16. september-30. apríl

11 - 17

alla daga nema mánudaga

Nánari upplýsingar

Dagskrá

Á döfinni

skufholkar-frettatilk.

Ókeypis leiðsögn fyrir hópa eldri borgara

Í tilefni af 150 ára afmæli Þjóðminjasafns Íslands í febrúar 2013 var sérsýningin  Silfur Íslands opnuð en þar eru yfir tvö þúsund íslenskir silfurgripir sýndir. Nú líður senn að lokum sýningarinnar en hún mun standa til áramóta. Af því tilefni býður Þjóðminjasafnið hópum eldri borgara í skipulögðu félagsstarfi að koma á sýninguna og fá um hana kynningu án endurgjalds. Lesa meira
 

Á döfinni

Listsýning í Nesstofu

Laugardaginn 13. september var sýningin Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur opnuð í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Á sýningunni eru verk eftir listamennina  Kristínu Gunnlaugsdóttur og Margréti Jónsdóttur. Sýningin er unnin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Þjóðminjasafnið. Ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 

Á döfinni

Il sacrificio di Odino

Fyrirlestur um fórnir Óðins

Fimmtudaginn 2. október kl. 15 mun Antonio Costanzo flytja erindi í tilefni útgáfu bókarinnar Il sacrificio di Odino. Bókin er gefin út á Ítalíu en fyrirlestur Antonios er á íslensku og fjallar um fórnir Óðins. Sjónum verður beint að táknmáli fórna Óðins sem lýst er í Hávamálum. Í erindinu verður einnig fjallað um tengsl fórna Óðins við sjamanisma og búddatrú.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Lesa meira
 

Fréttir

Viðbragðsáætlun vegna afleiðinga eldgoss á menningarminjar

Forvarsla Þjóðminjasafns Íslands hefur tekið saman skjal með viðbragðsáætlun vegna afleiðinga eldgoss einkum í söfnum og kirkjum. Hér má nálgast skjalið.

Lesa meira
 

Fréttir

Vesturfarar í krokket um 1910. Provincial Archives of Manitoba, New Iceland Collection NII299.

Upptaka af fyrirlestri Dr. Ágústu Edwald: Vesturfarar í deiglu ólíkra þjóða - Hefðir, nýbreytni og sjálfsmynd.

Fyrsti hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins á haustmisseri 2014 fjallaði um fornleifafræði Vesturfara og landnám Evrópumanna á kanadísku sléttunum. Dr. Ágústa Edwald flutti erindið sem má horfa á hér.

Lesa meira
 

 

Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.