OPIÐ Í VETUR

16. september - 30. apríl

10 - 17

alla daga nema mánudaga


Nánari upplýsingar

Á döfinni

„Hann kann þann galdur“ Einar Falur Ingólfsson fjallar um nýopnaðar Kaldalssýningar

Í tilefni af opnun tveggja nýrra sýninga á ljósmyndum Jóns Kaldals í Þjóðminjasafni Íslands mun Einar Falur Ingólfsson flytja erindi um myndgerð og stílbrögð ljósmyndarans. Einar Falur bregður upp völdum lykilverkum frá ferli hans, setur verkin í sögulegt samhengi og veltir fyrir sér hugmyndafræði og helstu áherslum sem birtast í verkunum.

Fyrirlesturinn er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 27. september kl. 12 

Lesa meira
 

Á döfinni

Fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu Hverfisgötu

Sunnudaginn 18. september kl. 14 verður fjölskylduleiðsögn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Sérfræðingur Þjóðminjasafnsins mun leiða gesti um sýninguna Sjónarhorn. Sérstök áhersla verður á dýr sýningarinnar, þar á meðal uppstoppaðan geirfugl og ljósmyndir af líffærum og innyflum síðustu tveggja geirfuglanna. Ekki missa af einstöku tækifæri fyrir fjölskylduna að upplifa og rýna í íslenska menningu og myndlist.  Allir velkomnir og ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 

Fréttir

Leiðsögn í Safnahúsinu Hverfisgötu

Sunnudaginn 25. september klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og spá í hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins Lesa meira
 

Fréttir

Umsjónarmaður rannsókna- og varðveisluseturs

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns í nýju rannsókna- og varðveislusetri Þjóðminjasafns í Hafnarfirði. Leitað er að þjónustulunduðum, úrræðagóðum og handlögnum einstaklingi með góða almenna tækniþekkingu. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Lesa meira
 

Fréttir

Portrett Kaldals og Kaldal í tíma og rúmi

Jón Kaldal (1896-1981) varð þjóðfrægur ljósmyndari þegar í lifanda lífi. Þar réðu mestu einstakar portrettmyndir hans af listamönnum og framámönnum meðal þjóðarinnar. Slík var staða Kaldals að það varð þeim sem vildu teljast menn með mönnum kappsmál að sitja fyrir á ljósmynd hjá honum.

Lesa meira
 

Á döfinni

Tveir fyrir einn og síðasta sýningarhelgin

Sunnudaginn 18. september verður tveir fyrir einn af aðgangseyri í Þjóðminjasafnið. Þá er jafnframt síðasta sýningarhelgin á sýningunum Með kveðju – myndheimur íslenskra póstkorta og Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár. 


Sýningar í gangi

Með kveðju

Laugardaginn 28. maí kl. 15 verður sýningin "Með kveðju" opnuð í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni eru póstkort úr safneign frá árinu 1898 og allt til dagsins í dag. Kortin eru áhugaverður vitnisburður um fólk, fréttir og tíðaranda. Sýningunni er ætlað að veita yfirlit yfir myndefni á íslenskum póstkortum og opna augu gesta fyrir margbreytileika þeirra og menningarsögulegu hlutverki. 


Á sýningunni gefst gestum færi á að senda póstkort til vina og vandamanna, en Pósturinn greiðir póstburðargjaldið. 
Lesa meira

 

Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.