OPIÐ Í VETUR

16. september-30. apríl

11 - 17

alla daga nema mánudaga

Nánari upplýsingar

Dagskrá

Á döfinni

The Valþjófsstaður door, a church door in the Romanesque style dating from about 1200 AD

Leiðsögn fyrir foreldra í fæðingarorlofi

Þann 18. september klukkan 14 verður boðin ókeypis leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins fyrir foreldra í fæðingarorlofi. Víða eru starfræktir svokallaðir foreldramorgnar en með leiðsögn fyrir foreldra í fæðingarorlofi vill Þjóðminjasafnið taka þátt í þjónustu fyrir þennan hóp fólks. Að þessu sinni verður grunnsýning Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til skoðuð.
Leiðsögnin er ókeypis og allir foreldrar í fæðingarorlofi boðnir velkomnir.

Lesa meira
 

Á döfinni

Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur í Nesstofu

Laugardaginn 13. september kl. 14 verður sýningin Kláði, sviði, verkur, bólga og pirringur opnuð í Nesstofu á Seltjarnarnesi. Á sýningunni eru verk eftir listamennina  Kristínu Gunnlaugsdóttur og Margréti Jónsdóttur.
Sýningin er unnin í samstarfi við Seltjarnarnesbæ og Þjóðminjasafnið.

Allir velkomnir, ókeypis aðgangur.

Lesa meira
 

Fréttir

Vesturfarar í krokket um 1910. Provincial Archives of Manitoba, New Iceland Collection NII299.

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins

Þriðjudaginn 16. september klukkan 12 er fyrsti fyrirlestur haustins í hádegisfyrirlestraröð Þjóðminjasafnsins á dagskrá. Dr. Ágústa Edwald mun segja frá rannsóknarverkefni sínu við fornleifafræðideild háskólans í Aberdeen en yfirskrift erindisins er Vesturfarar í deiglu ólíkra þjóða - Hefðir, nýbreytni og sjálfsmynd.
Allir velkomnir.


Lesa meira
 

 

Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.