OPIÐ Í VETUR

16. september - 30. apríl

10 - 17

alla daga nema mánudaga


Nánari upplýsingar

Á döfinni

Þjóðsögur og kynjaskepnur

Sunnudaginn 16. október verður fjölskylduleiðsögn kl. 14 um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Þjóðsögur og kynjaskepnur verða í fyrirrúmi og mun sérfræðingur Þjóðminjasafns m.a. segja þjóðsögu af álfkonudúk og lesa lýsingar á furðuverum. 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Lesa meira
 

Á döfinni

Færði almenningi söguna

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag í samstarfi við Háskóla Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Landsbankann, efna til minningarþings um Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. 

Þingið verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands laugardaginn 15. október 2016 kl. 15:00-17:00.

Lesa meira
 

Á döfinni

Leiðsögn með sérfræðingi Árnastofnunar

Sunnudaginn 23. október klukkan 14 mun Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, veita leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Margrét mun sérstaklega fjalla um þau verk á sýningunni sem tengjast íslenskri handrita- og menningarsögu. Á sýningunni eru fjórtán handrit frá ýmsum tímum sem hafa að geyma lögbókina Jónsbók, þar á meðal hina svokölluðu Skarðsbók Jónsbókar sem er með glæsilegustu handritum sem gerð voru á Íslandi á fjórtándu öld.


Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Lesa meira
 

Fréttir

Tveir fyrir einn í Þjóðminjasafn

Sunnudaginn 16. október verður tveir fyrir einn af aðgangseyri í Þjóðminjasafn Íslands. Að venju er ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Spennnandi safnbúð og kaffihús Kaffitárs á staðnum. 

Lesa meira
 

Fréttir

Þjóðsögur og kynjaskepnur

Sunnudaginn 16. október verður fjölskylduleiðsögn kl. 14 um sýninguna Sjónarhorn - ferðalag um íslenskan myndheim. Þjóðsögur og kynjaskepnur verða í fyrirrúmi og mun sérfræðingur Þjóðminjasafns m.a. segja þjóðsögu af álfkonudúk og lesa lýsingar á furðuverum. 

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Lesa meira
 

Fréttir

Leiðsögn í Safnahúsinu Hverfisgötu

Sunnudaginn 25. september klukkan 14 mun Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og spá í hinn sjónræna þátt náttúru í menningu landsins Lesa meira
 

Á döfinni

Tveir fyrir einn og síðasta sýningarhelgin

Sunnudaginn 18. september verður tveir fyrir einn af aðgangseyri í Þjóðminjasafnið. Þá er jafnframt síðasta sýningarhelgin á sýningunum Með kveðju – myndheimur íslenskra póstkorta og Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár. 


Sýningar í gangi

Portrett Kaldals og Kaldal í tíma og rúmi

Jón Kaldal (1896-1981) varð þjóðfrægur ljósmyndari þegar í lifanda lífi. Þar réðu mestu einstakar portrettmyndir hans af listamönnum og framámönnum meðal þjóðarinnar. Slík var staða Kaldals að það varð þeim sem vildu teljast menn með mönnum kappsmál að sitja fyrir á ljósmynd hjá honum.

Lesa meira

 

Póstlisti Þjóðminjasafnsins

Skráning á póstlista.

Ath. Nauðsynlegt er að fylla út þá reiti sem merktir eru með *.