COVID-19

Ný reglugerð – söfn mega taka á móti hámarksfjölda gesta - 25.5.2021

Ný reglugerð nr. 587/2021 um samkomutakmarkanir tekur gildi þriðjudaginn 25. maí og gildir til 16. júní. Þá mega söfn taka á móti leyfilegum hámarksfjölda móttökugetu.

Lesa meira

Breyting á reglugerð – söfn mega taka á móti helmingi gestafjölda - 27.4.2021

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir heimilar söfnum að taka á móti helming af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns. 

Lesa meira

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir. Viðburðahaldi frestað. - 30.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi. 

Lesa meira

Samkomutakmarkanir vegna Covid-19 - 29.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi. Fjöldatakmarkanir eiga ekki við um börn fædd 2015 og síðar. Grímuskylda og tveggja metra reglan er í gildi á safninu. Allt viðburðahald fellur niður til og með 15. apríl 2021.

Lesa meira

Tímabundin lokun hjá Þjóðminjasafni Íslands - 8.10.2020

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu verða sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík tímabundið lokaðir frá og með 8. október til og með 19. október. Skrifstofur Varðveislu- og rannsóknamiðstöðar Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða einnig lokaðar gestum á sama tímabili. 

Lesa meira

"Lífið á tímum kórónuveirunnar." - 4.4.2020

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. 

Lesa meira

Þrír ljósmyndarar valdir til að fanga áhrif kórónafaraldursins - 5.5.2020

Þjóðminjasafn Íslands hefur sett af stað tvö verkefni til að safna heimildum um áhrif kórónafaraldursins á íslenskt samfélag. Spurningaskrá frá þjóðháttasafni var send í loftið í mars sem hundruðir manna hafa nú þegar svarað og í aprílok var farið af stað með samtímaljósmyndaverkefni. Bæði verkefnin bera yfirskriftina Lífið á dögum kórónaveirunnar.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands er lokað á meðan samkomubann stendur yfir - 24.3.2020

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu frá og með 24. mars. Í ljósi þess loka sýningasalir í Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu þar til samkomubanni hefur verið aflétt eða breytt.

Lesa meira

Skrifstofur safnsins lokaðar fyrir heimsóknir - 19.3.2020

Varðveislu- og rannsóknamiðstöð Þjóðminjasafns Íslands, Tjarnarvöllum 11 er lokuð gestum um óákveðinn tíma vegna COVID -19. Þá er skrifstofa Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 einnig lokuð almenningi af sömu ástæðum.

Lesa meira