COVID-19

Reglugerð um takmörkun á samkomum í gildi frá og með 12. nóvember og gildir til 8. desember 2021 - 15.11.2021

Í söfnum gilda almennar reglur um 50 manna fjöldatakmörk, 1 metra reglu og grímuskyldu. Þó er heimilt að taka á móti fimm viðskiptavinum til viðbótar á hverja 10 m² en þó aldrei fleirum en 500 að hámarki. Grímuskylda er á safninu. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu. Fjöldatakmörkun og nálægðarmörk eiga ekki við um börn sem fædd eru 2016 eða síðar.

Lesa meira

Nýjar sóttvarnarreglur – 500 manna fjöldatakmarkanir - 20.9.2021

Frá og með 15. september, mega söfn taka á móti leyfðum hámarksfjölda gesta miðað við samkomutakmarkanir, sem eru nú 500 manns í hverju rými. Gæta þarf að 1 metra fjarlægðarreglu og ef ekki er hægt að tryggja hana, þarf að nota grímur.

Lesa meira

Ný reglugerð – söfn mega taka á móti hámarksfjölda gesta - 25.5.2021

Ný reglugerð nr. 587/2021 um samkomutakmarkanir tekur gildi þriðjudaginn 25. maí og gildir til 16. júní. Þá mega söfn taka á móti leyfilegum hámarksfjölda móttökugetu.

Lesa meira

Breyting á reglugerð – söfn mega taka á móti helmingi gestafjölda - 27.4.2021

Ný reglugerð um samkomutakmarkanir heimilar söfnum að taka á móti helming af hámarksfjölda móttökugetu hvers safns. 

Lesa meira

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir. Viðburðahaldi frestað. - 30.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi. 

Lesa meira

Samkomutakmarkanir vegna Covid-19 - 29.3.2021

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi verður hámarksfjöldi gesta í Þjóðminjasafni Íslands 10 manns í hverju hólfi. Fjöldatakmarkanir eiga ekki við um börn fædd 2015 og síðar. Grímuskylda og tveggja metra reglan er í gildi á safninu. Allt viðburðahald fellur niður til og með 15. apríl 2021.

Lesa meira

Tímabundin lokun hjá Þjóðminjasafni Íslands - 8.10.2020

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu verða sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík tímabundið lokaðir frá og með 8. október til og með 19. október. Skrifstofur Varðveislu- og rannsóknamiðstöðar Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða einnig lokaðar gestum á sama tímabili. 

Lesa meira

"Lífið á tímum kórónuveirunnar." - 4.4.2020

Mikilvægt er að safnað verði heimildum um daglegt líf fólks meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur, reynslu þess og upplifanir, á þessum afar sérstæðu tímum. 

Lesa meira

Þrír ljósmyndarar valdir til að fanga áhrif kórónafaraldursins - 5.5.2020

Þjóðminjasafn Íslands hefur sett af stað tvö verkefni til að safna heimildum um áhrif kórónafaraldursins á íslenskt samfélag. Spurningaskrá frá þjóðháttasafni var send í loftið í mars sem hundruðir manna hafa nú þegar svarað og í aprílok var farið af stað með samtímaljósmyndaverkefni. Bæði verkefnin bera yfirskriftina Lífið á dögum kórónaveirunnar.

Lesa meira