COVID-19

Tímabundin lokun hjá Þjóðminjasafni Íslands

8.10.2020

Í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna Covid-19 faraldursins og þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu verða sýningarsalir Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu 41 og í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15 í Reykjavík tímabundið lokaðir frá og með 8. október til og með 19. október. Skrifstofur Varðveislu- og rannsóknamiðstöðar Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Ljósmyndasafns Íslands að Vesturvör 16-20 í Kópavogi verða einnig lokaðar gestum á sama tímabili. 

Hér á heimasíðu safnsins má finna allar upplýsingar um safnið og netföng starfsmanna. Einnig er hægt að hringja í skiptiborð safnsins í 530-2200 eða senda póst á thjodminjasafn@thjodminjasafn.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur þegar við opnum aftur.

In English.