Fréttir
Þjóðminjasafn Íslands er lokað á meðan samkomubann stendur yfir
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis, að takmarka samkomur enn frekar vegna hraðari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu frá og með 24. mars. Í ljósi þess loka sýningasalir í Þjóðminjasafni Íslands og Safnahúsinu við Hverfisgötu þar til samkomubanni hefur verið aflétt eða breytt.
Við bendum gestum okkar á að fylgjast með facebook og Instagram síðum safnsins en þar mun starfsfólk okkar setja inn fræðandi og skemmtilegt efni tengt innra starfi, sýningum og fleira. Á heimasíðunni, www.thjodminjasafn.is/samkomubann verður hægt að nálgast stafrænt fræðsluefni af ýmsum toga, bæði fyrir börn og fullorðna.
Við hlökkum svo til að sjá ykkur þegar við opnum aftur.