COVID-19

Frá 25. febrúar 2022 er öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum aflétt

25.2.2022

Frá 25. febrúar 2022 er öllum opinberum sóttvarnaaðgerðum vegna heimsfaraldurs COVID-19 aflétt, jafnt innanlands og á landamærunum.

Gildandi takmarkanir

  • Fjöldatakmörkun er engin
  • Nálægðarmörk eru engin
  • Grímunotkun er ekki skylda neins staðar
  • Takmarkanir á hvers konar starfsemi eru lagðar af, hvorki er skráningarskylda né takmarkanir á opnunartíma

Hvatt er til persónulegra smitvarna og að ef við erum með einkenni þá förum við í sýnatöku.

Sóttvarnir

Þrífa og sótthreinsa yfirborðsfleti reglulega, sérstaklega algenga snertifleti eins og hurðarhúna og handrið.

Hafa handsótthreinsi við innganga og í grennd við algenga snertifleti, s.s. snertiskjái, innkaupakerrur og afgreiðslukassa.