Fréttir
  • IdunnF_1707157555800

Fjölmenni á velheppnaðri Safnanótt í Þjóðminjasafninu

5.2.2024

Fjölmargir lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið hvar ómaði söngur, dans var stiginn og sýningar skoðaðar. 
Kvöldvaka við baðstofuna með Kvæðamannafélaginu Iðunni var með eindæmum skemmtileg og fjölbreytt. Þar var dansað, kveðið, sungið og spilað. Leiðsögn Lilju Árnadóttur sýninguna Með verkum handanna var fjölsótt líkt og ávallt.  
Bjössi trúbador skapaði sumarstemningu í Myndasal og ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow ræddu við gesti um sýningu sína Ef garðálfar gætu talað sem nú stendur yfir í Myndasal.  Gestir nutu á kaffihúsinu og fóru ánægðir heim. 


Við þökkum öllum fyrir komuna á skemmtilega Safnanótt. 


Idunn1F

Félagar í kvæðamannafélaginu Iðunni.


LangspilF

Kvöldvaka við baðstofuna, leikið á langspil. 


Leidsogn-med-LiljuF

Lilja Árnadóttir með leiðsögn um sýninguna Með verkum handanna. 
Thordis-Sigridur2F

Ljósmyndararnir Sigríður Marrow og Þórdís Erla Ágústsdóttir tóku á móti gestum á sýningu sinni Ef garðálfar gætu talað.