Tímabil

800-1000 Upphaf Íslandsbyggðar

Vegna legu sinnar var Ísland óbyggt lengur en flest lönd heimsins. Fyrir rúmum 1100 árum byggðist landið fólki sem kom einkum frá Noregi. Hér var konungslaust samfélag þar sem goðar réðu mestu.

Lesa meira

1000-1200 Kristið goðaveldi

Um aldamótin 1000 tóku Íslendingar kristni. Brátt var stofnuð kirkja með biskupum, prestum, skólum og klaustrum. Landsmenn bjuggu í sveitum og lifðu aðallega á kvikfjárrækt. 

Lesa meira

1200-1400 í norska konungsríkinu

Á 13. öld var mikill ófriður á Íslandi. Honum lauk um 1262-1264 er landsmenn urðu þegnar Noregskonungs. Á næstu öld jukust fiskveiðar og sjávarafurðir urðu helsta útflutningsvaran. Lesa meira

1400-1600 Í Danaveldi

Konungur Dana tók við ríki Noregskonungs og varð þannig konungur Íslands. Hann réð því að Íslendingar tóku upp lútherstrú. Á 14. öld blönduðust norska og danska konungsættin og norska krúnan hvarf undir Danakonung. 

Lesa meira