Laus störf

Verslunarstjóri safnbúða

Þjóðminjasafn Íslands rekur tvær safnbúðir, annars vegar í Þjóðminjasafninu Suðurgötu 41 og hins vegar í Safnahúsinu Hverfisgötu 15, auk þess að halda úti vefverslun. Laust er til umsóknar starf verslunarstjóra safnbúða. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

- Ábyrgð á daglegum rekstri safnbúða.
- Umsjón með samsetningu vöruframboðs í samræmi við stefnu.
- Pantanir á vörum, umsjón með söluvarningi og ábyrgð á birgðahaldi.
- Framsetning vöru og umsjón með sölusvæði búðanna og ververslunarinnar.
- Afgreiðsla og uppgjör.
- Mönnun og verkstjórn starfsfólks safnbúða.
- Þátttaka í mótun hugmynda og umsjón með sérframleiðslu minjagripa.

Hæfnikröfur
- Sjálfstæður, traustur og hugmyndaríkur starfskraftur. 
- Reynsla af verslunarstörfum.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð tungumálakunnátta. 
- Lipur og örugg framkoma, snyrtimennska og þjónustulund. 
- Áhugi á menningararfi og listum er kostur.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Umsókn skulu fylgja ítarleg starfsferilsskrá þar sem fram koma upplýsingar um störf umsækjenda og menntun ásamt nöfnum og símanúmerum a.m.k. tveggja umsagnaraðila.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 17.07.2017

Nánari upplýsingar veitir
Anna Guðný Ásgeirsdóttir - anna@thjodminjasafn.is - 5302000
Hildur Halldórsdóttir - hildur@thjodminjasafn.is - 5302239

ÞMÍ Safnbúð Suðurgötu

Suðurgata 41

101 Reykjavík


Smelltu hér til að sækja um starfið