Laus störf

Starf við ræstingar

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir eftir starfsmanni við ræstingar á húsnæði safnsins. Um hálft starf er að ræða og hefst vinna hefst kl. 7.30 alla virka daga

Helstu verkefni:
Í starfinu felst þrif á húsnæði Þjóðminjasafns Íslands. Vinnutími er kl. 7.30-11.30 alla virka daga, einnig gæti komið til helgarræsting.

Hæfniskröfur:
• Reynsla af sambærilegu starfi.
• Gott auga fyrir hreinlæti og snyrtimennsku.
• Frumkvæði og vandvirkni.
• Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfileiki til að vinna með öðrum.
• Íslensku- eða enskukunnátta.

Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi Eflingar og fjármála- og efnahagsráðherra.

Umsóknarfrestur er til og með 19. mars nk. Smelltu hér til að sækja um starfið.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Nánari upplýsingar veitir Ásthildur Benediktsdóttir ræstingastjóri í síma 898-3444 og Hildur Halldórsdóttir starfsmannastjóri (hildur@thjodminjasafn.is) í síma 530-2239.

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningarminjum og sögu íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar m.a. á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.