Laus störf

Umsjónarmaður rannsókna- og varðveislusetra

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns rannsókna- og varðveislusetra Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum 11, Hafnarfirði og Vesturvör 16-20, Kópavogi. Leitað er að þjónustulunduðum, úrræðagóðum og handlögnum einstaklingi með góða almenna tækniþekkingu.

Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg umsjón með öryggismálum húsnæðis, eftirlit með virkni öryggis- og loftræstikerfa og umsjón með vandaðri umgengni um húsnæðið.
- Samskipti við leigusala/þjónustuaðila.
- Þjónusta við starfsmenn og tilfærsla safngripa með lyftara í geymslum.
- Ýmis verkefni tengd starfsemi setranna, s.s. afgreiðsla sendinga og flutningur milli starfsstöðva, aðstoð á verkstæði og önnur verkefni í samræmi við eðli starfsins.
- Sams konar verkefni á öðrum starfsstöðvum Þjóðminjasafns á Reykjavíkursvæðinu þegar þarf, en meginstarfsstöð verður í Hafnarfirði.

Hæfnikröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. iðn- eða tæknimenntun.
- Bílpróf nauðsynlegt, lyftararéttindi æskileg.
- Góð tölvuþekking.
- Reynsla af hússtjórnarkerfum og öryggiskerfum æskileg.
- Verklagni, vinnusemi, frumkvæði og vönduð vinnubrögð.
- Góð heilsa/líkamlegt hreysti, snyrtimennska og samstarfslipurð.

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu hafa gert.
Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skulu fylgja yfirlit og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjenda og menntun ásamt nöfnum og símanúmerum tveggja umsagnaraðila.

Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 03.07.2017

Nánari upplýsingar veitir
Lilja Árnadóttir - lilja@thjodminjasafn.is - 5302284
Hildur Halldórsdóttir - hildur@thjodminjasafn.is - 5302239

Smelltu hér til að sækja um starfið