Fjármál og rekstur

Fjármál og rekstur

Fjármála- og rekstrarsvið annast öll fjármál stofnunarinnar og hefur umsjón með samningagerð og skjalastjórn. Undir sviðið heyrir einnig allur almennur rekstur stofnunarinnar, nánar tiltekið rekstur tækni- og upplýsingakerfa, rekstur húsnæðis og bifreiða, rekstur safnbúða og rekstur skrifstofu. Þá heyra sýningargæsla og öryggismál stofnunarinnar undir sviðið, sem og allt sem snýr að mannauðsmálum.

Á fjármála- og rekstrarsviði starfa auk framkvæmdastjóra sviðsins, skjalastjóri, kerfisstjóri, umsjónarmaður skrifstofu, umsjónarmaður fasteigna- og öryggismála, ræstingastjóri og ræstitæknar, safnvörður Safnahússins, vaktstjórar og starfsmenn sýningargæslu, verslunarstjóri og afgreiðslufulltrúar safnbúða og mannauðsstjóri.