Fyrirlestrar

Hrun og búferlaflutningar: Reynsla Íslendinga í Noregi

Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12 flytur Guðbjört Guðjónsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Í fyrirlestrinum fjallar Guðbjört um flutninga Íslendinga til Noregs eftir hrun. Hún ræðir annars vegar um ástæður þess að fólk ákvað að flytja og hins vegar hvaða augum fólk lítur þessa flutninga og stöðu sína í Noregi. Erindið byggir að mestu á viðtölum við Íslendinga sem voru tekin í Noregi árin 2012 og 2013.

Guðbjört Guðjónsdóttir er með meistaragráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og leggur nú stund á doktorsnám við sama skóla. Í doktorsrannsókn sinni skoðar hún reynslu Íslendinga sem hafa flutt til Noregs eftir hrun.
Fyrirlesturinn er sá þriðji í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins á vormisseri og er skipulagður í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis.


Fyrirlestur

Hádegisfyrirlestrar Þjóðminjasafnsins

Fyrirlestrar Þjóðminjasafns tengjast sýningum, rannsóknum eða öðru starfi safnsins og eru annan hvern þriðjudag klukkan 12 í fyrirlestrasalnum við Suðurgötu.

Lesa meira
Félag fornleifafræðinga

Hádegisfyrirlestrar Félags fornleifafræðinga

Nýjar rannsóknir í íslenskri fornleifafræðiHádegisfyrirlestrar á miðvikudögum kl. 12 í sal Þjóðminjasafnsins Fyrirlestraröð Félags fornleifafræðinga,  námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla  Íslands og  Þjóðminjasafns Íslands 2017.

Lesa meira
Rikk logo

Hádegisfyrirlestrar RIKK

 í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

Hádegisfyrirlestrar RIKK í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12.00-13.00

Lesa meira

Hádegisfyrirlestrar Sagnfræðingafélagsins

í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

Fyrirlestrarnir eru haldnir í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands og hefjast klukkan 12:05.

Lesa meira
safnahús

Hádegisfyrirlestrar Félags Þjóðfræðinga

í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands

Fyrirlestrar á vegum Félags Þjóðfræðinga verða í Safnahúsinu við Hverfisgötu þriðja fimmtudag í mánuði og hefjast klukkan 16:00. 

 

Víkingaaldar sverð

Stöðutákn og skaðræðistól - Víkingaaldarsverð á Íslandi

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns 8. nóvember

Þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 12 flytur Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur og sérfræðingur Þjóðminjasafns Íslands, erindi um víkingaaldarsverð á Íslandi. 

Lesa meira
Auður Styrkásdóttir

Feðraveldið lagt að velli. Kvennabarátta í rúma öld

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns 14. september

Miðvikudaginn 14. september klukkan 12 flytur Auður Styrkásdóttir fyrsta fyrirlestur vetrarins í fyrirlestrarröð Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opin á meðan húsrými leyfir.

Lesa meira
Síra Arnór Árnason

Hann kann þann galdur

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns 27. september

Í tilefni af opnun tveggja nýrra sýninga á ljósmyndum Jóns Kaldals í Þjóðminjasafni Íslands mun Einar Falur Ingólfsson flytja erindi um myndgerð og stílbrögð ljósmyndarans. Einar Falur bregður upp völdum lykilverkum frá ferli hans, setur verkin í sögulegt samhengi og veltir fyrir sér hugmyndafræði og helstu áherslum sem birtast í verkunum.

Lesa meira
Bærinn undir sandinum

Rannsókn á miðaldabæ í Vestribyggð á Grænlandi

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns 11. október

Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og fræðimaður í Þjóðminjasafni, segir frá rannsókn á miðaldabæ í Vestribyggð á Grænlandi. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 11. október klukkan 12. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Lesa meira
Tjarnavellir

Tjarnarvellir. Nýtt rannsóknar- og varðveislusetur

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 25. október kl. 12
Guðmundur Lúther Hafsteinsson, sviðstjóri Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, flytur erindi um nýtt rannsóknar- og varðveislusetur safnsins að Tjarnarvöllum.

Lesa meira