Bækur og rit

Fyrirsagnalisti

Málarinn og menningarsköpun

Bókin inniheldur 17 ritrýndar greinar, hluti afrakstrar fimm ára rannsóknarverkefnis þar sem rýnt var í störf og áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara og Kvöldfélagsins, leynilegs málfundarfélags í Reykjavík.  Áhrif þessa starfs á leikhús, hönnun, þjóðsagna-og forngripahönnun, þjóðlega búninga og þjóðfræðislega umræðu. Þjóðminjasafn Íslands gefur bókina út í samstarfi við bókaútgáfuna Opnu.

Lesa meira

Þjóðminjar á ensku

Þjóðminjar er komin út í enskri þýðingu og heitir á ensku Treasures of the National Museum of Iceland.

Lesa meira

Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir

Eins og titillinn gefur til kynna er skipulögð leit að íslensku klaustrunum hér í forgrunni. Höfundur bregður ljósi á sögu kaþólsks klausturhalds í landinu á persónulegan hátt og löngu horfinn heimur þeirra opnast fyrir lesendum.

Lesa meira

Guðmundur Ingólfsson. Á eigin vegum

Guðmundur Ingólfsson er einn af leiðandi ljósmyndurum sinnar kynslóðar.  

Lesa meira

Björn Björnsson. Fuglarnir, fjörðurinn og landið

Í þessari bók birtist úrval mynda Björns sem varðveittar eru í Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni en einnig í Náttúrufræðistofnun Íslands og í Mynda- og skjalasafni Norðfjarðar.

Lesa meira

Miðaldir í skuggsjá Svarfaðardals

Hér er fjallað um sögu Svarfaðardals frá landnámi fram á 16. öld. Dalurinn er sérlega auðugur af fornleifum og öðrum heimildum um forna tíma og þær eru nýttar hér til að skyggnast inn í fortíðina. Það kemur nokkuð á óvart að samfélagsgerðin virðist í fyrstu hafa einkennst af jöfnuði og dreifingu eigna en við upphaf ritaldar setti vaxandi misskipting og valdasókn höfðingja svip á samfélagið og því fylgdi hernaður og ofbeldi.

Lesa meira

Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi

Bókin vekur okkur til umhugsunar um hvernig Ísland fortíðar og samtíma er mótað af bæði hugmyndum og fólki á ferð og flugi, en líka hvernig viðhorf okkar til annarra getur mótast af rótgrónum hugmyndum. 

Lesa meira

Þjóðminjar

Þjóðminjasafn Íslands og bókaútgáfan Crymogea gefa út Þjóðminjar eftir Margréti Hallgrímsdóttur. Í þessari ríkulega myndskreyttu bók greinir þjóðminjavörður frá sögu Þjóðminjasafns Íslands og fjallar um hinn fjölbreytta menningararf sem safnið geymir. 

Lesa meira
Síða 1 af 7