Bækur og rit

Fyrirsagnalisti

Þjóðminjar

Þjóðminjasafn Íslands og bókaútgáfan Crymogea gefa út Þjóðminjar eftir Margréti Hallgrímsdóttur. Í þessari ríkulega myndskreyttu bók greinir þjóðminjavörður frá sögu Þjóðminjasafns Íslands og fjallar um hinn fjölbreytta menningararf sem safnið geymir. 

Lesa meira

Reykholt. The Church Excavations

Reykholt í Borgarfirði er meðal merkustu sögu- og minjastaða á Íslandi. Á árunum 2002-2007 fór fram fornleifarannsókn á gamla kirkjustæðinu í Reykholti. Niðurstöður þeirrar rannsóknar eru nú birtar í bókinni Reykholt, The Church Excavations eftir Guðrúnu Sveinbjarnardóttur.Bókin er gefin út af Þjóðminjasafni Íslands í samvinnu við menningar- og miðaldasetrið Snorrastofu í Reykholti og Háskólaútgáfuna.

Lesa meira

Vinnandi fólk

Bókin var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í  Þjóðminjasafns Íslands  2016.

Lesa meira

Hvað er svona merkilegt við það?

Hvað er svona? Sýningarskrá

 Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni. Grein í bókina ritar Kristín Svava Tómasdóttir sagnfræðingur, en formála ritar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.

Lesa meira

Sjónarhorn

Sýningin Sjónarhorn er ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú. Í sjö álmum Safnahússins við Hverfisgötu eru jafnmörg sjónarhorn sem tengja saman ólík listaverk og áhugaverða muni, þvert á efni og tímabil.

Lesa meira

Enginn getur lifað án Lofts

Bókin hefur að geyma þrjár greinar um Loft Guðmundsson (1892-1952) ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann, ævi hans og störf eftir Erlend Sveinsson, Ingu Láru Baldvinsdóttur og Margréti Elísabetu Ólafsdóttur. Loftur var fjölhæfur maður og afkastamikill. Hann var sönglagahöfundur og lagasmiður.

Lesa meira

Betur sjá augu: Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013

Bókin er gefin út í tengslum við samnefnda sýningu í Þjóðminjasafni Íslands og Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2014. Í henni er grein eftir Lindu Ásdísardóttur safnfræðing um sögu og þróun í ljósmyndun kvenna á Íslandi. 

Úrvalið

Hversu góðir eru íslenskir ljósmyndarar? Höfundur bókarinnar, Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, varpar spurningunni fram og svarar henni með því að velja þrettán bestu ljósmyndarana frá upphafi sögu ljósmyndunar hér á landi til þessa dags. 

Lesa meira
Síða 1 af 6