Ferðahópar

Leiðsögn hópa

18.10.2016

Þjóðminjasafnið býður upp á leiðsögn fyrir stærri hópa. Hægt er að bóka leiðsögn á netfangið bokun@thjodminjasafn.is . Taka skal fram nafn hóps, óskir um dagsetningu, tímasetningu og gestafjölda auk nafns og símanúmers tengiliðs. 

Ferðaþjónustufyrirtækjum sem hyggjast koma með viðskiptavini sína í heimsókn í Þjóðminjasafnið/Safnahúsið og vilja komast í reikningsviðskipti er vinsamlegast bent á að fylla út meðfylgjandi eyðublað og senda á póstfangið thjodminjasafn@thjodminjasafn.is.

Eyðublað fyrir ferðaþjónustufyrirtæki (pdf)

Þjóðminjasafnið við Suðurgötu

  • Aðgangseyrir fyrir hópa (10 eða fleiri) er 1800 kr. á mann. 

Leiðsögn hópa á opnunartíma, almennt gjald

  • Stutt kynning og gestir ganga síðan á eigin vegum um sýningarnar: án gjalds
  • Almenn leiðsögn (u.þ.b. 45 mín) 2000 kr á mannGrunngjald fyrir hóp sem fær sérpantaða almenna leiðsögn er 20.000 kr, miðast við 1 - 10 manns, 2.000 kr  á mann leggst ofan á grunngjaldið fyrir 11-30 manns. Stærri hópum en 30 manns verður skipt niður í smærri einingar.
  •  Sérfræðileiðsögn fyrir 1 - 10: 30.000 kr grunngjald. 2.500 kr á mann leggst ofan á grunngjaldið fyrir 11-30 manns. Stærri hópum en 30 manns verður skipt niður í smærri einingar.

Leiðsögn hópa utan opnunartíma fyrir opnun/eftir lokun, almennt gjald

  • Almenn leiðsögn fyrir 1-10 manns 35.000 kr grunngjald, 2.000 kr leggst ofan á grunngjaldið fyrir 11-30 manns. Stærri hópum en 30 manns verður skipt niður í smærri einingar.
  • Sérfræðileiðsögn fyrir 1-10 manns 55.000 kr grunngjald. 2.500 krónur leggjast ofan á grunngjaldið fyrir 11-30 manns. Stærri hópum en 30 manns verður skipt niður í smærri einingar.
  • Fyrir hópa 100 manns eða stærri vinsamlega hafið samband við bokun@thjodminjasafn.is 
Hópar eiga ekki að vera í húsinu lengur en til kl. 20:00 nema í algjörum undantekningartilfellum.