Fréttir

Regnbogaþráður

Regnbogaþráður, hinsegin vegvísir um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands, Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár, verður opnaður á Þjóðminjasafninu laugardaginn 17. nóvember kl. 14:00. Að verkefninu standa Þjóðminjasafn Íslands og Samtökin ‘78 en tilefnið er 40 ára afmæli Samtakanna.

Lesa meira

Fullveldisleiðsögn: Fjölmenning á Fróni

Frú Eliza Reid, forsetafrú, veitir leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands; Þjóð verður til, menning og samfélag í 1200 ár, undir yfirskriftinni Fjölmenning á Fróni.

Lesa meira

Ný ásýnd Þjóðminjasafns og ársaðgangur að gjöf til gesta á 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Það tekur tíma að fara í ferðalag sem nær yfir 1200 ár. Nú er miðinn þinn í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið líka árskort. Hann gildir í heilt ár svo þú hefur nægan tíma og ert velkomin/n eins oft og þú vilt. 

Lesa meira

Dagskrá Þjóðminjasafns Íslands í tilefni 100 ára fullveldisafmælis

Hátíðardagskrá Þjóðminjasafns Íslands er liður í veglegri dagskrá 100 ára afmælis fullveldis Íslands

Lesa meira

Loftslagsbreytingar og framtíðin

Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá með heitinu „Loftslagsbreytingar og framtíðin“ í samvinnu við þjóðháttasöfn í Noregi og í Svíþjóð. Með spurningaskránni óskar Þjóðminjasafnið eftir liðsinni almennings við að safna upplýsingum um afstöðu fólks til loftslagsbreytinga af mannavöldum, hvaða áhrif þær hafa á líf þess og hvernig það ímyndar sér framtíð með eða án loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Síðasta sýningarhelgin á Prýðilegum reiðtygjum

Síðasta sýningarhelgi 19. - 21. október. Opið alla helgina kl. 10-17

Lesa meira

Tæknin tekin með trukki

Stefán Pálsson, sagnfræðingur, talar um tæknivæðingu á 20. öld og dregur fram ýmsar skondnar hliðar og það sem séríslenskt má teljast í þeim efnum. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Hún fer fram á íslensku og hefst kl. 14 sunnudaginn 14. október. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði hlaut Menningarverðlaun DV

Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði hlaut Menningarverðlaun DV 2017 í flokki fræðirita. Leitin að klaustrunum - klausturhald á Íslandi í fimm aldir er gefin út af Sögufélaginu í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.

Lesa meira

Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldir tilnefnd til Menningarverðlauna DV

Leitin að klaustrunum - klausturhald á Íslandi í fimm aldir eftir Steinunni Kristjánsdóttur prófessor í fornleifafræði er tilnefnd í flokki fræðibóka til Menningarverðlauna DV 2017. 

Lesa meira

Hví voru íslenskar fornsögur ekki skrifaðar á latínu?

Þriðjudaginn 9. október kl. 12 flytur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira