Fréttir

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir samstarfi við skipasmiði eða söfn

Reynsla seinustu ára hefur leitt í ljós að til þess að tryggja varðveislu gamalla tréskipa geti verið æskilegt að halda þeim sjófærum og á floti. 

Lesa meira

Hljóðleiðsögn í snjallsíma

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á ókeypis hljóðleiðsögn í snjallsíma um grunnsýningu safnsins.

Lesa meira

Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874

Í nóvember kemur út bókin Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874. Í henni eru 17 ritrýndar greinar, hluti afrakstrar fimm ára rannsóknarverkefnis þar sem rýnt var í störf og áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara og Kvöldfélagsins í Reykjavík. Bókin er rétt um 600 blaðsíður að lengd, í henni eru u.þ.b. 140 myndir, en auk þess geymir hún ítarlega heimildaskrá sem spannar rúmlega 30 blaðsíður. Þjóðminjasafn Íslands gefur bókina út (í samstarfi við bókaútgáfuna Opnu).

Lesa meira

Aðalfundur Minja og sögu

Aðalfundur Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafnsins er haldinn fimmtudaginn 14. september kl. 12 í fyrirlestrarsal á Suðurgötu 41. Á fundinum flytur Guðný Zoëga, fornleifafræðingur, erindið: Skagfirskar kirkju- og byggðasögurannsóknir 2015–2017.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn

Þriðjudaginn 12. september kl. 12 flytur Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands erindi um fyrsta íslenska fuglaljósmyndarann.

Lesa meira

Barnaleiðsögn

Sunnudaginn 3. september kl. 14 verður fyrsta barnaleiðsögn ársins í Þjóðminjasafni Íslands. 

Lesa meira

Heimsókn mennta- og menningarmálaráðherra

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, heimsótti starfsfólk Þjóðminjasafns Íslands 22.ágúst síðastliðinn ásamt samstarfsfólki sínu. 

Lesa meira

Álfkonudúkur í safnaðarheimili Vopnafjarðar

Laugardaginn 19. ágúst var sýningin Lausir endar opnuð í safnaðarheimili Vopnafjarðar. Á sýngunni er Álfkonudúkurinn frá Burstarfelli sýndur ásamt listaverkum norsku listakonunnar Ingrid Larssen og verki sem börn og konur frá Vopnafirði unnu út frá Álfkonudúknum. Álfkonudúkurinn er klæði frá 17. öld sem er sagt vera komið frá álfum en var lengst af í Hofskirkju í Vopnafirði.

Lesa meira

Menningarnótt 2017

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Húsið er opið frá 10 – 22 og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Menningarnótt 2017

Á Menningarnótt verður fjölbreytt dagskrá í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið er opið frá 10 - 22 og aðgangur ókeypis. 

Lesa meira