Fréttir

Sýningin Augnhljóð úr Þjóðminjasafni Íslands í Norræna safninu í Seattle - 14.1.2019

Um þessar mundir stendur yfir í Norræna safninu (Nordic Museum) í Seattle sýningin Augnhljóð / Øjenlyd / Eyesound.

Lesa meira

Markaðs- og þjónustustjóri - 3.1.2019

Þjóðminjasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf markaðs- og þjónustustjóra. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á frumkvæði, samskiptahæfni og þjónustulund. Um nýtt starf er að ræða á fjármála- og þjónustusviði safnsins.

Lesa meira

Setberg afhent Háskóla Íslands - 21.12.2018

Fimmtudaginn 20. desember afhenti Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður Háskóla Íslands húsið Setberg til afnota. Með tilkomu nýs varðveislu- og rannsóknaseturs Þjóðminjasafns Íslands á Tjarnarvöllum, gafst færi á að þétta raðir starfemi Þjóðminjasafnsins úr fimm starfsstöðvum í fjórar. Setberg hýsti áður aðalskrifstofur Þjóðminjasafns og er staðsett norðan við Aðalbyggingu Háskólans. Setberg verður nú nýtt af Háskóla Íslands fyrir ýmsa þróunarvinnu í tengslum við kennslu, þar verða kennslustofur og aðstaða fyrir kennara til að tileinka sér rafræna kennsluhætti. 

Lesa meira

Undirritun samnings um myndbirtingu úr rafrænum safnmunaskrám - 21.12.2018

 Með samningnum er söfnunum kleift að birta safnkost sinn á vefnum og skólum landsins heimilt að nota efnið við kennslu og fræðslu. Um er að ræða tímamótasamning sem opnar á heimild almennings og skóla til að nota menningararf landsins til kennslu og fræðslu. Von er á að önnur söfn í landinu skrifi undir sams konar samning fljótlega.

Lesa meira

Blýantsteikning eftir Sigurð Guðmundsson málara afhent safninu - 17.12.2018

Stjórn Minja og sögu - vinafélags Þjóðminjasafns Íslands færði safninu að gjöf á aðalfundi félagsins 15. desember sl. blýantsteikningu af Árna Thorsteinssyni (1828-1907) landfógeta. Teikningin er frá árinu 1858 og er eftir Sigurð Guðmundsson (1833-1874) málara. Sigurður Guðmundsson var forvígismaður að stofnun Forngripasafnsins árið 1863 sem síðar varð Þjóðminjasafn Íslands. Mannamyndir Sigurðar Guðmundssonar eru einstakar heimildir um 19. öldina og er mikill fengur að frumgerð myndarinnar til varðveislu í safninu. Teikningin af Árna Thorsteinssyni var gefin safninu í tilefni af 30 ára afmæli félagsins og vegna aldarafmælis fullveldisins. 

Lesa meira

Aðalfundur Minja og sögu - 13.12.2018

Minjar og saga, vinafélag Þjóðminjasafns Íslands, boðar til aðalfundar 2018 laugardaginn 15. desember nk. kl. 15.

Lesa meira

Opnun nýrrar sýningar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn: - 11.12.2018

Fimmtudaginn 6. desember sl. var opnuð í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sýning á heimili Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar. Heimili þeirra sem var á 3. hæð hússins hefur verið endurgert á grundvelli heimilda um líf þeirra hjóna í Kaupmannahöfn, byggingasögulegra rannsókna á íbúðinni sjálfri auk sagnfræðilegra rannsókna á heimilislífi um miðbik 19. aldar í Kaupmannahöfn.

Lesa meira

Grýla og Leppalúði og Reykjavíkurdóttirin Steiney Skúladóttir - 4.12.2018

Grýla og Leppalúði halda uppteknum hætti og koma við á Þjóðminjasafninu stuttu áður en jólasveinarnir, synir þeirra, koma af fjöllum hver á fætur öðrum og líta við í safninu að hitta börn. Að þessu sinni mæta tröllahjónin sunnudaginn 9. desember klukkan 15.

Lesa meira

Nýr aðgöngumiði sem gildir í ár frá 1. desember - 4.12.2018

 Gjöf til þjóðar á aldarafmæli fullveldis Íslands.

Lesa meira

Gjöf til þjóðar - 1.12.2018

Það tekur tíma að fara í ferðalag sem nær yfir 1200 ár. Nú er miðinn þinn í Þjóðminjasafnið og Safnahúsið líka árskort. Hann gildir í heilt ár svo þú hefur nægan tíma og ert velkomin/n eins oft og þú vilt. 

Lesa meira