Hví voru íslenskar fornsögur ekki skrifaðar á latínu?

Þriðjudaginn 9. október kl. 12 flytur Árni Björnsson þjóðháttafræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Prýðileg reiðtygi: Glæst reiðver, góður klár
 • 25.9.2018 Sigríður Sigurðardóttir

Þriðjudaginn 25. september kl. 12 flytur Sigríður Sigurðardóttir, kennari og sagnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Sigríður um skreytingar á reiðtygjum og um fylgihluti reiðtygjanna. Hún fjallar um þróun reiðtygja, samfélagsleg áhrif þeirra og veltir upp hugmyndum um þægindi og óþægindi reiðbúnaðar. Í Bogasal stendur nú yfir sýningin Prýðileg reiðtygi með úrval skreyttra söðla, söðulreiða og söðuláklæða úr safneign Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira

Söðuláklæði – Prýðileg reiðtygi
 • 11.9.2018 Ragnheiður Björk Þórsdóttir

Þriðjudaginn 11. september kl. 12 flytur Ragnheiður Björk Þórsdóttir erindi um söðuláklæði í tengslum við sýninguna Prýðileg reiðtygi sem stendur nú yfir í Bogasal. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur: Af reiðskapnum skal riddarann kenna
 • 8.5.2018 Lilja Árnadóttir

Þriðjudaginn 8. maí kl. 12 flytur Lilja Árnadóttir, sviðsstjóri munasafns, erindi í tengslum við sýninguna Prýðileg reiðtygi sem stendur nú yfir í Bogasal. Þar er úrval söðla frá 18. – 20. öld, íburðarmikið söðulskraut og reiðar, auk söðuláklæða. 

Lesa meira

Fyrirlestur: Frelsa oss frá víkingum og konungum
 • 10.4.2018 Árni Björnsson

Á síðustu tveimur öldum hefur sú venja breiðst út um heiminn að kalla Norðurlandabúa á miðöldum víkinga. Í því samhengi hafa landnámsmenn Íslands verið kallaðir víkingar.

Lesa meira

Fyrirlestur: Byggt yfir hugsjónir í Breiðholti
 • 27.3.2018 Ágústa Kristófersdóttir

Þriðjudaginn 27. mars kl. 12 flytur Ágústa Kristófersdóttir sagn- og safnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í erindinu verður sagan á bak við byggingu og skipulag Breiðholtshverfanna rifjuð upp, með sérstakri áherslu á löngu blokkina og Breiðholt III.

Lesa meira

Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands
 • 13.3.2018 Guðrún Dröfn Whitehead

Þriðjudaginn 13. mars kl. 12 flytur Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafræði erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún Dröfn um ný jaðarsamtök í Bretlandi sem nefnast Punk Museology, eða Pönk safnafræði. Fyrirlesturinn er fjórði í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins vor 2018. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Fyrirlestur: Prýðileg reiðtygi
 • 27.2.2018 Eva Kristín Dal og Ingunn Jónsdóttir

Þriðjudaginn 27. febrúar flytja Ingunn Jónsdóttir, sviðsstjóri miðlunar og Eva Kristín Dal, verkefnastjóri sýninga, erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um nýopnaða sýningu, Prýðileg reiðtygi og gerð hennar.
Eftir fyrirlesturinn gefst kostur á að skoða sýninguna. Verið öll velkomin. 

Lesa meira

Fyrirlestur: Fornar verstöðvar
 • 13.2.2018 Karl Jeppesen

Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12 flytur Karl Jeppesen erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Karl hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af yfirborði jarðar. Á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands er sýnt úrval þessara mynda.

Lesa meira

Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum
 • 31.1.2018 Ásdís Ósk Jóelsdóttir

Þriðjudaginn 30. janúar kl. 12 flytur Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Ásdís er höfundur bókarinnar: Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum, en hún hefur einnig gefið út bækur um sögu hönnunar og íslenska fatasögu.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur: Bláklædda konan
 • 21.11.2017 Marianne Guckelsberger og Marled Mader

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 12 flytja Marianne Guckelsberger og Marled Mader erindi sem tengist sýningunni Bláklædda konan. Ný rannsókn á fornu kumli.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur: Guðmundur Ingólfsson. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017
 • 7.11.2017 Guðmundur Ingólfsson

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 12 flytur Guðmundur Ingólfsson, ljósmyndari erindi um sýninguna Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Börn á flótta
 • 24.10.2017 Ásdís Kalman

Þriðjudaginn 24. október kl. 12 flytur Ásdís Kalman, myndlistarkennari erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Ólafur Rastrick
 • 10.10.2017 Ólafur Rastrick

Þriðjudaginn 10. október kl. 12 flytur Ólafur Rastrick dósent í þjóðfræði erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn
 • 12.9.2017 Kristinn Haukur Skarphéðinsson

Þriðjudaginn 12. september kl. 12 flytur Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands erindi um fyrsta íslenska fuglaljósmyndarann.

Lesa meira

Sýning verður til: Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi
 • 23.5.2017 Anna Lísa Rúnarsdóttir

Þriðjudaginn 23. maí kl. 12 flytur Anna Lísa Rúnarsdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Anna Lísa fjallar um tilurð sýningarinnar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi sem nú stendur yfir í Bogasal.

Lesa meira

Pólverjar á Íslandi/Poles in Iceland
 • 9.5.2017 Anna Wojtynska

Þriðjudaginn 9. maí kl. 12 flytur Anna Wojtynska erindi um Pólverja á Íslandi.

Lesa meira

„Der döde en kat, forleden nat“. Dönsk tilvera í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar.
 • 11.4.2017 Íris Ellenberger

Þriðjudaginn 11. Apríl kl. 12 flytur Íris Ellenberger erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Íris er nýdoktor við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún leggur stund á rannsóknir á sögu kynverundar á Íslandi og sögu fólksflutninga með áherslu á samskipti, átök og samblöndum ólíkra menningarkima í íslensku þéttbýli.

Lesa meira

Heimili í nýju landi: Þýskar konur á Íslandi
 • 28.3.2017 Nína Rós Ísberg

Þriðjudaginn 28. mars kl. 12 flytur Nína Rós Ísberg mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Nína Rós er með PhD í mannfræði frá University of London og starfar sem framhaldsskólakennari.

Lesa meira

Brasilíufararnir - Hreyfanleiki og hnattræn tengsl fólks á 19. öld
 • 12.3.2017 Eyrún Eyþórsdóttir

Þriðjudaginn 14. mars kl. 12 flytur Eyrún Eyþórsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira
Guðbjört

Hrun og búferlaflutningar: Reynsla Íslendinga í Noregi
 • 28.2.2017 Guðbjört Guðjónsdóttir

Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12 flytur Guðbjört Guðjónsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira

Heima? Þverþjóðlegt líf í nútíð og fortíð
 • 14.2.2017 Unnur Dís Skaptadóttir

Þriðjudaginn 14. febrúar kl.12 flytur erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er annar í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins sem skipulagðir eru í tengslum við sýninguna Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi.

Lesa meira

Það sem má ekki gleyma: Ísland og heimur á hreyfingu
 • 31.1.2017 Kristín Loftsdóttir

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafnsins

Þriðjudaginn 31. janúar kl.12 mun Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, flytja erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira
Víkingaaldar sverð

Stöðutákn og skaðræðistól - Víkingaaldarsverð á Íslandi
 • 8.11.2016 Ármann Guðmundsson

Þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 12 flytur Ármann Guðmundsson, fornleifafræðingur og sérfræðingur Þjóðminjasafns Íslands, erindi um víkingaaldarsverð á Íslandi. 

Lesa meira
Bærinn undir sandinum

Rannsókn á miðaldabæ í Vestribyggð á Grænlandi
 • 11.10.2016 Guðmundur Ólafsson

Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og fræðimaður í Þjóðminjasafni, segir frá rannsókn á miðaldabæ í Vestribyggð á Grænlandi. Fyrirlesturinn er í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins þriðjudaginn 11. október klukkan 12. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Lesa meira
Tjarnavellir

Tjarnarvellir. Nýtt rannsóknar- og varðveislusetur
 • 25.10.2016 Guðmundur Lúther Hafsteinsson

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands þriðjudaginn 25. október kl. 12
Guðmundur Lúther Hafsteinsson, sviðstjóri Húsasafns Þjóðminjasafns Íslands, flytur erindi um nýtt rannsóknar- og varðveislusetur safnsins að Tjarnarvöllum.

Lesa meira
Síra Arnór Árnason

Hann kann þann galdur
 • 27.9.2016 Einar Falur Ingólfsson

Í tilefni af opnun tveggja nýrra sýninga á ljósmyndum Jóns Kaldals í Þjóðminjasafni Íslands mun Einar Falur Ingólfsson flytja erindi um myndgerð og stílbrögð ljósmyndarans. Einar Falur bregður upp völdum lykilverkum frá ferli hans, setur verkin í sögulegt samhengi og veltir fyrir sér hugmyndafræði og helstu áherslum sem birtast í verkunum.

Lesa meira
Auður Styrkásdóttir

Feðraveldið lagt að velli. Kvennabarátta í rúma öld
 • 14.9.2016 Auður Styrkásdóttir

Miðvikudaginn 14. september klukkan 12 flytur Auður Styrkásdóttir fyrsta fyrirlestur vetrarins í fyrirlestrarröð Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opin á meðan húsrými leyfir.

Lesa meira
Grunnsýning

Dauðinn og sviðslist dauðans í heiðni
 • 27.10.2015 Terry Gunnell

Þriðjudaginn 27. október klukkan 12 mun Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira