Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Fyrirlestur: Frelsa oss frá víkingum og konungum

Á síðustu tveimur öldum hefur sú venja breiðst út um heiminn að kalla Norðurlandabúa á miðöldum víkinga. Í því samhengi hafa landnámsmenn Íslands verið kallaðir víkingar.

Árni Björnsson, þjóðháttarfræðingur ætlar í erindi sínu að sýna fram á að þessar staðhæfingar eigi sér ekki stoð í miðaldaheimildum. Í öðru lagi hyggst hann afhjúpa þann þráláta misskilning að landnámsmenn hafi að stórum hluta verið af konungum komnir, enda væri slíkt ætterni síst til þess fallið að hreykja sér af. Konungsleysið hafi miklu fremur stuðlað að andlegri grósku á miðöldum.

Árni Björnsson fæddist í Dölum vestur árið 1932. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953. Kandídat í íslenskum fræðum frá HÍ 1961. Doktor í menningarsögu frá HÍ 1995. Sendikennari við þýska háskóla 1961-65. Vann á Árnastofnun og kenndi við MR 1965-68. Forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns 1969-1994. Ritstjóri við Þjóðminjasafnið 1995-2000. Hefur samið mörg rit um íslenska menningarsögu, einkum hátíðisdaga ársins og í mannlífinu, en annars komið víða við.
Fyrirlesturinn er sjötti í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins vor 2018. Verið öll velkomin.

Afmælismálþing til heiðurs Guðmundi Ólafssyni fornleifafræðingi

Í tilefni af sjötugsafmæli Guðmundar Ólafssonar, fornleifafræðings gangast Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands fyrir málþingi til heiðurs honum. 

Lesa meira

Fyrirlestur: Byggt yfir hugsjónir í Breiðholti

Þriðjudaginn 27. mars kl. 12 flytur Ágústa Kristófersdóttir sagn- og safnfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í erindinu verður sagan á bak við byggingu og skipulag Breiðholtshverfanna rifjuð upp, með sérstakri áherslu á löngu blokkina og Breiðholt III. Í ljósmyndasal Þjóðminjasafns er sýningin Langa blokkin í Efra Breiðholti, en þar eru sýndar myndir eftir ljósmyndarann David Barreiro. Að fyrirlestri loknum gefst kostur á að skoða sýninguna.

Lesa meira

Pönkast í söfnum: Róttækni og Pönksafn Íslands

Þriðjudaginn 13. mars kl. 12 flytur Guðrún Dröfn Whitehead lektor í safnafræði erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún Dröfn um ný jaðarsamtök í Bretlandi sem nefnast Punk Museology, eða Pönk safnafræði. Fyrirlesturinn er fjórði í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins vor 2018. Verið öll velkomin.

Lesa meira

Fyrirlestur: Prýðileg reiðtygi

Þriðjudaginn 27. febrúar flytja Ingunn Jónsdóttir, sviðsstjóri miðlunar og Eva Kristín Dal, verkefnastjóri sýninga, erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn fjallar um nýopnaða sýningu, Prýðileg reiðtygi og gerð hennar.
Eftir fyrirlesturinn gefst kostur á að skoða sýninguna. Verið öll velkomin. 

Lesa meira

Fyrirlestur: Fornar verstöðvar

Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12 flytur Karl Jeppesen erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Karl hefur ljósmyndað fornar verstöðvar um allt land. Ástand verstöðvanna er misjafnt. Víða sjást minjarnar glögglega en á öðrum stöðum eru þær horfnar af yfirborði jarðar. Á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands er sýnt úrval þessara mynda.

Lesa meira

ÁHORF! Ljósmyndun, eftirlit og mótmæli

Fimmtudaginn 18. janúar kl. 12 flytur Louise Wolthers erindi um rannsóknarverkefni sitt ÁHORF! Eftirlit, list og ljósmyndun (2016-2017) og nokkur lykilverk sem voru á samnefndri sýningu í Hasselblad Center í Gautaborg, í Kunsthall Aarhus og C/O í Berlín. 

Lesa meira

Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum

Þriðjudaginn 30. janúar kl. 12 flytur Ásdís Jóelsdóttir, lektor við Háskóla Íslands erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Ásdís er höfundur bókarinnar: Uppruni, saga og hönnun íslensku lopapeysunnar í máli og myndum, en hún hefur einnig gefið út bækur um sögu hönnunar og íslenska fatasögu.

Lesa meira

Afmælismálþing til heiðurs Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræðingi

Í tilefni af sjötugsafmæli Guðrúnar Sveinbjarnardóttur fornleifafræðings gangast Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands fyrir málþingi til heiðurs henni.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Bláklædda konan

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 12 flytja Marianne Guckelsberger og Marled Mader erindi sem tengist sýningunni Bláklædda konan. Ný rannsókn á fornu kumli.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Guðmundur Ingólfsson. Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 12 flytur Guðmundur Ingólfsson, ljósmyndari erindi um sýninguna Á eigin vegum. Ljósmyndir 1967–2017.

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Börn á flótta

Þriðjudaginn 24. október kl. 12 flytur Ásdís Kalman, myndlistarkennari erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Ólafur Rastrick

Þriðjudaginn 10. október kl. 12 flytur Ólafur Rastrick dósent í þjóðfræði erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. 

Lesa meira

Hádegisfyrirlestur Þjóðminjasafns Íslands. Fyrsti íslenski fuglaljósmyndarinn

Þriðjudaginn 12. september kl. 12 flytur Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands erindi um fyrsta íslenska fuglaljósmyndarann.

Lesa meira

Sýning verður til: Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi

Þriðjudaginn 23. maí kl. 12 flytur Anna Lísa Rúnarsdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Anna Lísa fjallar um tilurð sýningarinnar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi sem nú stendur yfir í Bogasal.

Lesa meira

Pólverjar á Íslandi/Poles in Iceland

Þriðjudaginn 9. maí kl. 12 flytur Anna Wojtynska erindi um Pólverja á Íslandi.

Lesa meira

„Der döde en kat, forleden nat“. Dönsk tilvera í Reykjavík á fyrri hluta 20. aldar.

Þriðjudaginn 11. Apríl kl. 12 flytur Íris Ellenberger erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Íris er nýdoktor við sagnfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún leggur stund á rannsóknir á sögu kynverundar á Íslandi og sögu fólksflutninga með áherslu á samskipti, átök og samblöndum ólíkra menningarkima í íslensku þéttbýli.

Lesa meira

Heimili í nýju landi: Þýskar konur á Íslandi

Þriðjudaginn 28. mars kl. 12 flytur Nína Rós Ísberg mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Nína Rós er með PhD í mannfræði frá University of London og starfar sem framhaldsskólakennari.

Lesa meira

Brasilíufararnir - Hreyfanleiki og hnattræn tengsl fólks á 19. öld

Brasilíufararnir - Hreyfanleiki og hnattræn tengsl fólks á 19. öld

Þriðjudaginn 14. mars kl. 12 flytur Eyrún Eyþórsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Lesa meira
Guðbjört

Hrun og búferlaflutningar: Reynsla Íslendinga í Noregi

Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 12 flytur Guðbjört Guðjónsdóttir mannfræðingur erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira