Viðburðir framundan

Barnadagskrá: Teiknismiðja og tóvinna

  • 5.5.2024, 13:00 - 15:00, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á barnaviðburðum vetrarins hafa safnkennarar einbeitt sér að handverki í tengslum við sýninguna Með verkum handanna, nú er komið að tóvinnu.

Sunnudaginn 5. maí leiðir Anna-María Lind Geirsdóttir textíllistakona tóvinnusmiðju fyrir börn og safnkennari sýnir börnum sýninguna Með verkum handanna og býður upp á teiknismiðju. 

Annamarialind

Anna-María Lind Geirsdóttir.

Í vetur hefur fjöldi barna skoðað sýninguna Með verkum handanna og teiknað eða útbúið með öðrum hætti sína eigin refla eða klæði að lokinni heimsókn. 
Hér er örlítið sýnishorn. Verkin voru sýnd á Barnamenningarhátíð í Þjóðminjasafninu og eru eftir nemendur í Ísaksskóla:

Selfoss1

Fyndni refillinn: Refillinn fannst á Selfossi, talinn vera frá 1200. Listamaður: Ægir Nikulásson nemandi í Ísaksskóla.

BreiddalsvikBleikholan

Bleikholan: Refillinn fannst í Breiðdalsvík, talinn vera frá 1606. Listamaður: Theodóra Diljá Adamsdóttir nemandi í Ísaksskóla.

EyjafjallajokullHusdyrin

Húsdýrin: Refillinn fannst á Eyjafjallajökli, talinn vera frá 1790. Listamaður: Embla Ýr Alexandersdóttir nemandi í Ísaksskóla.

Papey2