Fréttir

Náttúran og sjónarhornin

Sunnudaginn 16. september klukkan 14 mun Viðar Hreinsson bókmennta- og náttúrusögurýnir á Náttúruminjasafni Íslands ganga með gestum um sýninguna Sjónarhorn í Safnahúsinu við Hverfisgötu og spá í náttúruna, listina og vísindin og samspilið þar á milli, með áherslu á Jón lærða Guðmundsson.

Lesa meira

Nýdoktorastyrkir í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands

Auglýstir hafa verið tveir nýdoktorastyrkir í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands á vegum Carlsbergfondet.

Lesa meira

Menningarnótt var vel heppnuð

Þjóðminjasafnið tók þátt í Menningarnótt með veglegri dagskrá og ókeypis aðgangi á sýningar í safninu á Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Lesa meira

Bókin Þjóðminjar er komin út í enskri þýðingu

Þjóðminjar er komin út í enskri þýðingu og heitir á ensku Treasures of the National Museum of Iceland.

Lesa meira

Íslensku safnaverðlaunin afhent

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti Listasafni Árnesinga Íslensku safnaverðlaunin 2018 við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, þriðjudaginn 5. júní. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir framúrskarandi starfsemi. 

Lesa meira

Varðveislu- og rannsóknasetur tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna

Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2018

Lesa meira

Barnamenningarhátíð 2018

Fjölbreytt dagskrá á Barnamenningarhátíð 2018 fyrir börn og fullorðna. 

Lesa meira

Fyrirlestur: Frelsa oss frá víkingum og konungum

Á síðustu tveimur öldum hefur sú venja breiðst út um heiminn að kalla Norðurlandabúa á miðöldum víkinga. Í því samhengi hafa landnámsmenn Íslands verið kallaðir víkingar.

Lesa meira