Fréttir

Afmælismálþing til heiðurs Guðrúnu Sveinbjarnardóttur fornleifafræðings

Í tilefni af sjötugsafmæli Guðrúnar Sveinbjarnardóttur fornleifafræðings gangast Hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn íslands fyrir málþingi til heiðurs henni 

Lesa meira

Málþing og móttaka til heiðurs Poul Nedergaard Jensen arkitekts

Poul Nedergaard Jensen arkitekt og fyrrverandi kennari við Arkitektaskólann í Árósum í Danmörku hefur gefið Þjóðminjasafni Íslands ljósmyndasafn sitt ásamt uppmælingateikningum; afrakstur ferða hans um Ísland á árunum 1973-2006.

Lesa meira

Minningar úr héraðsskólum

Þjóðminjasafn Íslands sendir nú út spurningaskrá um minningar úr héraðsskólum og öðrum heimavistarskólum til sveita á unglingastigi. Söfnunin byggir eingöngu á frásögnum fyrrverandi nemenda og er því fyrst og fremst verið leita eftir minningum fólks.

Lesa meira

Er hurðin að Keldnaklaustri fundin?

Föstudaginn 10. nóvember kl. 12 fjallar Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, um nýútkomna bók sína, Leitin að klaustrunum, sem Sögufélag hefur gefið út í samstarfi við Þjóðminjasafnið.

Lesa meira

Þjóðháttasöfnun um héraðsskóla og aðra heimavistarskóla til sveita

Þjóðminjasafn Íslands mun á næstunni senda út spurningaskrá um héraðsskóla og aðra heimavistarskóla til sveita á unglingastigi, en fyrirhugað er að safna upplýsingum um daglegt líf og athafnir í þessum skólum. Söfnunin byggir eingöngu á frásögnum fyrrverandi nemenda og er því fyrst og fremst verið leita eftir minningum fólks.

Lesa meira

Bláklædda konan

Minjar og saga efna til hádegisfundar í Þjóðminjasafni Íslands fimmtudaginn 26. október kl. 12:00. Joe W. Walser III mannabeinafræðingur fjallar um rannsóknir vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í gröf á Austurlandi. Rannsóknirnar hafa meðal annars veitt upplýsingar um aldur konunnar, klæðaburð hennar og hvaðan hún kom.

Lesa meira

Þjóðminjasafn Íslands óskar eftir samstarfi við skipasmiði eða söfn

Reynsla seinustu ára hefur leitt í ljós að til þess að tryggja varðveislu gamalla tréskipa geti verið æskilegt að halda þeim sjófærum og á floti. 

Lesa meira

Hljóðleiðsögn í snjallsíma

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á ókeypis hljóðleiðsögn í snjallsíma um grunnsýningu safnsins.

Lesa meira

Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874

Í nóvember kemur út bókin Málarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874. Í henni eru 17 ritrýndar greinar, hluti afrakstrar fimm ára rannsóknarverkefnis þar sem rýnt var í störf og áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara og Kvöldfélagsins í Reykjavík. Bókin er rétt um 600 blaðsíður að lengd, í henni eru u.þ.b. 140 myndir, en auk þess geymir hún ítarlega heimildaskrá sem spannar rúmlega 30 blaðsíður. Þjóðminjasafn Íslands gefur bókina út (í samstarfi við bókaútgáfuna Opnu).

Lesa meira

Aðalfundur Minja og sögu

Aðalfundur Minja og sögu, vinafélags Þjóðminjasafnsins er haldinn fimmtudaginn 14. september kl. 12 í fyrirlestrarsal á Suðurgötu 41. Á fundinum flytur Guðný Zoëga, fornleifafræðingur, erindið: Skagfirskar kirkju- og byggðasögurannsóknir 2015–2017.

Lesa meira