Fréttir

Starfsemi og safnkostur Tónlistarsafns Íslands flutt til Þjóðminjasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns

Sú starfsemi sem hefur verið á vegum Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi og safnkostur þess, verða flutt til Þjóðminjasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á grundvelli samkomulags sem Kópavogsbær, söfnin og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert með sér.

Lesa meira

Kirkjur Íslands

Í tilefni þess að út eru komin þrjú ný bindi – hið tuttugasta og sjötta, sjöunda og áttunda – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 13. júní kl. 14:00.

Lesa meira

Opnun tveggja sýninga 3. júní í Þjóðminjasafni Íslands

Laugardaginn 3. júní kl. 14 verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni Íslands: Fuglarnir, fjörðurinn og landið. Ljósmyndir Björns Björnssonar og Hugsað heim – Inga Lísa Middleton. Sýningarnar standa yfir til 17. september 2017.

Lesa meira

Sýning verður til: Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi

Þriðjudaginn 23. maí kl. 12 flytur Anna Lísa Rúnarsdóttir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Anna Lísa fjallar um tilurð sýningarinnar Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi sem nú stendur yfir í Bogasal.

Lesa meira