Fréttir

Nýjar ljósmyndir í Sarpi af útskornum og máluðum munum í Þjóðminjasafni Íslands

Sérfræðingar í skráningu í Þjóðminjasafni Íslands birtu nýlega 4000 nýjar myndir af yfir 350 gripum á ytri vef Sarps, www.sarpur.is. Um er að ræða myndir af útskornum og ámáluðum kistlum, kössum, stokkum og kirnum. Ljósmyndari er Ívar Brynjólfsson.

Lesa meira

Handbók um varðveislu safnkosts

Á degi forvörslu, 15. mars er útgefið seinna bindi handbókar um varðveislu safnskosts. Útgefandi er Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, Landsbókasafn Íslands  – Háskólabókasafn, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. Ritstjóri handbókarinnar er Nathalie Jacqueminet, varðveislustjóri á Þjóðminjasafni Íslands.

Lesa meira

Til­nefn­ing­ til FÍT-verðlauna

Til­kynnt hef­ur verið um til­nefn­ing­ar til FÍT-verðlaun­anna 2018 sem eru veitt af Fé­lagi ís­lenskra teikn­ara. Þau eru veitt fyr­ir verk sem sköruðu fram úr á sviði graf­ískr­ar hönn­un­ar og myndskreyt­ing­a á liðnu ári.

Lesa meira

Traustar stofnanir með ótvírætt gildi fyrir samfélagið

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, fylgdi úr hlaði stefnu Þjóðminjasafnsins í menningarminjum á fundi með formanni, framkvæmdastjóra og sviðsstjórum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundurinn fór fram í húsakynnum sambandsins 1. mars síðastliðinn. Markmið safnastefnunnar er að hvetja til langtímahugsunar í safnastarfi og framsækinnar stefnumótunar.

Lesa meira

Húsgögn sögunnar á Bessastaði

Fimmtudaginn 1. mars afhenti Þjóðminjasafn Íslands forsetaembættinu eikarhúsgögn til varðveislu sem smíðuð voru fyrir Svein Björnsson, fyrsta forseta landsins. 

Lesa meira

Leiðsögn: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra,  gengur með gestum um Þjóðminjasafnið með leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi.

Prýðileg reiðtygi

Knapar lögðu upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði. Skreyttur söðull með viðeigandi búnaði var verðmæt eign. Á fyrri öldum sátu konur í kvensöðli með báða fætur öðrum megin; þær riðu kvenveg. Karlar riðu klofvega í sínum söðli. 

Lesa meira

Leiðsögn forsætisráðherra frestað vegna veðurs

Leiðsögn Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra hefur verið frestað til sunnudagsins 18. febrúar vegna stormviðvörunar og slæmrar veðurspár.

Lesa meira

Opnun ljósmyndasýninga

Þjóðminjasafn Íslands býður til opnunar ljósmyndasýninga laugardaginn 20. janúar kl. 14.  Sýningarnar eru á dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands 2018.

Lesa meira