Fréttir

Bóka- og heimildasafn

Bóka- og heimildasafn Þjóðminjasafnsins verður lokað vegna sumarleyfa frá 3. júlí til 8. ágúst n.k. Ef erindið er brýnt þá vinsamlega snúið ykkur til skrifstofu safnsins.

Starfsemi og safnkostur Tónlistarsafns Íslands flutt til Þjóðminjasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns

Sú starfsemi sem hefur verið á vegum Tónlistarsafns Íslands í Kópavogi og safnkostur þess, verða flutt til Þjóðminjasafns Íslands og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á grundvelli samkomulags sem Kópavogsbær, söfnin og mennta- og menningarmálaráðuneytið hafa gert með sér.

Lesa meira

Kirkjur Íslands

Í tilefni þess að út eru komin þrjú ný bindi – hið tuttugasta og sjötta, sjöunda og áttunda – í ritröðinni Kirkjur Íslands býður Minjastofnun Íslands, Þjóðminjasafn Íslands, Biskupsstofa og Hið íslenska bókmenntafélag til málstofu og opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 13. júní kl. 14:00.

Lesa meira

Opnun tveggja sýninga 3. júní í Þjóðminjasafni Íslands

Laugardaginn 3. júní kl. 14 verða opnaðar tvær ljósmyndasýningar í Þjóðminjasafni Íslands: Fuglarnir, fjörðurinn og landið. Ljósmyndir Björns Björnssonar og Hugsað heim – Inga Lísa Middleton. Sýningarnar standa yfir til 17. september 2017.

Lesa meira