Stofa - Kistlar / Woodcarving
14524 Kistill / Coffer (1820-1850)
Kistill úr furu eftir Hjálmar Jónsson frá Bólu, Bólu-Hjálmar. Hann er útskorinn á loki, hliðum og göflum og er skurðurinn alls staðar eins, skrautbekkur í miðju og höfðaleturslínur beggja megin. Áletrunin er þessi: „KISTANLÆS – TAFGULLIGL - ÆSTGEIMI - RSTEINAK - IÆRAE - CKINÆ - STNIEURH - ENIFÆSTO - RMAB -OLIDS“
Vísan er eftirfarandi:
Kistan læst af gulli glæst,
geymir steina kæra.
Ekki næst né úr henni fæst
ormabólið skæra
Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er annars eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið:
Kistan læst ef gullið glæst
geymir og steina skæra,
ekki næst né úr henni fæst
orma bólið kæra.
Mynd 4 af 41