Stofa - Kistlar / Woodcarving
2008-5-193 Kistill / Coffer (1859)
Kistill úr furu. Þrjár höfðaleturslínur eru á hvorri hlið og eins á göflunum, en á lokinu fjórar. Þar stendur á loki „þessistoek - urergiör - durartali - dsemer 1859“ (eða 1839). Á kislinum stendur jafnframt „kistannlæst - medgullid - glæstgeimi - rsteina - skæraa - ldreifæ - stneurhenni - næstorma - bolidkæra - ragnhil - durgis - ladottir“
Þ.e.:
Þessi stokkur er gjörður ártalið sem er 1859 (eða 1839)
Kistan læst með gullið glæst
geymir steina skæra.
Aldrei fæst né úr henni næst
ormabólið kæra.
Ormaból merkir gull. Þetta er algeng vísa á útskornum gripum, m.a. er hana að finna á nokkrum útskornum kistlum eftir Bólu-Hjálmar. Vísan er annars eftir Arngrím Jónsson lærða og er rétt á þessa leið:
Kistan læst ef gullið glæst
geymir og steina skæra,
ekki næst né úr henni fæst
orma bólið kæra.
Mynd 10 af 41