Fréttir

Er hurðin að Keldnaklaustri fundin?

6.11.2017

Föstudaginn 10. nóvember kl. 12 fjallar Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, um nýútkomna bók sína, Leitin að klaustrunum, sem Sögufélag hefur gefið út í samstarfi við Þjóðminjasafnið.

 Í fyrirlestrinum mun Steinunn sérstaklega beina sjónum sínum að kenningu um að Valþjófsstaðahurðin, einn merkasti forngripur Íslendinga, hafi upprunalega verið hurðin að klaustrinu að Keldum.

Að loknum fyrirlestri og umræðum verður gengið að Valþjófsstaðahurðinni sem er á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins.