Fréttir

Málþing og móttaka til heiðurs Poul Nedergaard Jensen arkitekts

16.11.2017

Poul Nedergaard Jensen arkitekt og fyrrverandi kennari við Arkitektaskólann í Árósum í Danmörku hefur gefið Þjóðminjasafni Íslands ljósmyndasafn sitt ásamt uppmælingateikningum; afrakstur ferða hans um Ísland á árunum 1973-2006.

Starf hans hefur mikla þýðingu fyrir íslenskan byggingararf, eykur þekkingu á honum og er mikilvægur heimildabrunnur frekari rannsókna. Er í þessu samhengi augljóst að nefna ritröðina Kirkjur Íslands, en þar eru birtar fjölmargar mælingateikningar sem gerðar voru undir leiðsögn hans.

Þjóðminjasafn Íslands býður af þessu tilefni til málþings og móttöku í Safnahúsinu við Hverfisgötu laugardaginn 18. nóvember 2017 kl. 15:00 – 17:00.

Dagskrá

15:00 – 15:10 Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður býður gesti velkomna og ávarpar Poul Nedergaard Jensen.

15:10 – 15:40 Poul Nedergaard Jensen arkitekt. Uppmælingaferðir á Íslandi.

15:40 – 16:55 Guðmundur Gunnarsson arkitekt. Uppmælingavinna með Poul Nedergaard.

15:55 – 16:00 Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Minjastofnunar Íslands. Gildi gjafarinnar fyrir húsvernd á Íslandi.

16:00 – 16:10 Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og ritstjóri Kirkna Íslands. Uppmælingar í ritröðinni Kirkjur Íslands.

16:10 – 16:20 Fyrirspurnir og umræður 10 mín.

16:20 – 17:00 Léttar veitingar í boði Þjóðminjasafns Íslands.

Verið öll velkomin.