Fréttir

Starfsmaður í safnbúðir Þjóðminjasafnsins

Laust er til umsóknar starf í safnbúðum Þjóðminjasafns Íslands. Í starfinu felast almenn afgreiðslustörf, pantanir og móttaka vöru, framsetning vöru, eftirlit með vefverslun o.fl.

Starfsvið:
• Afgreiðsla og uppgjör í safnbúðum í Þjóðminjasafninu og Safnahúsinu.
• Pantanir á vörum, umsjón með söluvarningi. 
• Framsetning vöru og umsjón með sölusvæði verslana. 
• Eftirlit með vefverslun, innsetning upplýsinga og afgreiðsla pantana.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Sjálfstæður, traustur og hugmyndaríkur starfskraftur.
• Reynsla af verslunarstörfum. 
• Góð tölvukunnátta.
• Góð íslensku- og enskukunnátta. 
• Lipur og örugg framkoma, snyrtimennska og þjónustulund. 
• Áhugi á menningararfi og listum er kostur.

Starfshlutfall miðast við opnunartíma safnbúða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og SFR. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Við ráðningar í störf er tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar nk. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá þar sem fram koma upplýsingar um störf umsækjanda ásamt nöfnum a.m.k. tveggja umsagnaraðila. Umsóknir skulu berast á póstfangið starfsumsokn@thjodminjasafn.is merkt „Safnbúð“.

Nánari upplýsingar veita Valgerður Ólafsdóttir verslunarstjóri safnbúða í síma 530-2203 (vala@thjodminjasafn.is) og Hildur Halldórsdóttir mannauðsstjóri í síma 530-2239 (hildur@thjodminjasafn.is).

Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnung og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningarminjum og sögu íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar m.a. á grundvelli laga um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011, safnalaga nr. 141/2011 og laga um menningarminjar nr. 80/2012.