Fréttir

Verkefnastyrkur í samtímaljósmyndun

27.3.2017

Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrk til að vinna verkefni í samtímaljósmyndun á Íslandi.

Í umsókninni skulu koma fram upplýsingar um umsækjanda, skilgreining á verkefninu og umfangi þess og vinnuáætlun um væntanlegan framgang verkefnisins og verklok.

Styrkurinn er veittur úr sjóði Hjálmars R. Bárðarsonar, ljósmyndara og siglingamálastjóra og er annar af tveimur sem veittir verða. Sambærilegur styrkur var veittur á síðasta ári og þá hlaut hann David Barrero hann.

Umsóknum skal skila bréflega til Þjóðminjasafns Íslands, Suðurgötu 41, 101 Reykjavík eða á netfangið samtimaljosmyndun@thjodminjasafn.is fyrir 12. apríl n.k.

Þjóðminjasafnið áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknunum ef þær reynast ófullnægjandi.

Upplýsingar um verkefnastyrkinn veitir Inga Lára Baldvinsdóttir sviðsstjóri á netfanginu inga.lara@thjodminjasafn.is