Safnanótt

Dansferðalag um tíma og rúm

Nemendur á framhaldsbraut Klassíska listdansskólans ferðast dansandi um rými Safnahússins með innblástur dregin úr verkum Pinu Bausch sem þau hafa leikið með á ólíkan hátt og útfært fyrir rými Safnahússins. Áhorfandinn sér birtast kunnuleg brot úr þekktum verkum Pinu svo sem verkinu Rite of Spring.

Nemendur á 2. og 3. ári á framhaldsbraut Klassíska listdansskólans hafa í vetur skoðað verk Pinu Bausch í sögulegum áfanga. Á Safnanótt ferðast þau dansandi um rými Safnahússins með innblástur dregin úr verkum Pinu sem þau hafa þó leikið með á ólíkan hátt og útfært sérstaklega fyrir rými Safnahússins.  Áhorfandinn sér birtast kunnuleg brot úr þekktum verkum Pinu svo sem verkinu 'Rite of Spring'.

Dansarar: Nemendur Klassíska listdansskólans á framhaldsbraut auk gestadansara frá FWD Youth Company.

Dagskráin er endurtekin og hefst bæði kl. 19:00 og 19:30.