Fullveldisdagskrá

Fullveldisleiðsagnir í Þjóðminjasafni Íslands árið 2018

  • 18.2.2018-16.12.2018 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á 100 ára fullveldisafmæli Íslands stendur Þjóðminjasafn Íslands fyrir sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín. #fullveldi1918 #fullveldisdagurinn

Dagskrá 2018:

18. febrúar kl. 14 – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Galdrar, glæpir og glæfrakvendi.

11. mars kl. 14 – Magnús Gottfreðsson, prófessor. Svartidauði, spænska veikin og svínaflensa.

13. maí kl. 14 – Trausti Jónsson, veðurfræðingur. Vaðið um veðurfarssöguna.

9. september kl. 14 – Katrín Lilja Sigurðardóttir, efnafræðingur. Sprengju–Kata.

14. október kl. 14 – Stefán Pálsson, sagnfræðingur. 

11. nóvember  kl. 14 – frú Eliza Reid, forsetafrú.

16. desember kl. 14 – Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.