Sérsýningar

Þjóðminjasafn Íslands vill með sérsýningum sínum kynna menningararfinn og safnkostinn og miðla upplýsingum um nýjustu rannsóknir á sviði minjavörslu. 

Safnið vill stuðla að umræðu um menningu og mannúð í víðum skilningi, leitast við að koma til móts við þarfir mismunandi markhópa og stuðla að víðsýni. Áhersla skal lögð á fjölbreyttar sýningar sem varpi ljósi á mismunandi hliðar sögu okkar og menningar fyrr og nú. Markmið sýninganna er einnig að dýpka miðlun safnsins og skapa nýja þekkingu, sem skili sér í útgáfu og miðlun í grunnsýningu.