Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Dauðinn og sviðslist dauðans í heiðni

  • 27.10.2015 Terry Gunnell

Þriðjudaginn 27. október klukkan 12 mun Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands halda erindi í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Hvert fór bláklædda konan eftir dauða sinn? Hugleiðingar um viðhorf Íslendinga til dauðans fyrir kristnitöku".

Terry mun fjalla um athafnir í tengslum við greftrun í heiðnum sið og hugmyndir um Hel, Valhöll.  Þá verður sagt frá hugmyndum um hvert fólk fór eftir dauða sinn. Fyrirlesturinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir.