Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Feðraveldið lagt að velli. Kvennabarátta í rúma öld

  • 14.9.2016 Auður Styrkásdóttir

Miðvikudaginn 14. september klukkan 12 flytur Auður Styrkásdóttir fyrsta fyrirlestur vetrarins í fyrirlestrarröð Þjóðminjasafnsins. Fyrirlesturinn er öllum opin á meðan húsrými leyfir.

Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Feðraveldið lagt að velli. Kvennabarátta í rúma öld. Þar mun Auður fjalla um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti og aðgengi að hinu pólitíska sviði. Öld er liðin síðan íslenskar konur fengu kosningarétt til Alþingis. Þær eru nú 40% þingmanna og helmingur ráðherra. Biskupsembættinu gegnir nú kona og kona hefur verið forseti. Ísland hefur verið í toppsæti mælinga á jafnrétti í heiminum síðustu sjö ár. Hvernig náðu íslenskar konur þessari stöðu sem er fátíð og vekur bæði öfund og aðdáun um víða veröld? Er takmarkinu náð? Ríkir jafnrétti á Íslandi í raun? 
 
Auður Styrkársdóttir er doktor í stjórnmálafræði og hefur sinnt rannsóknum á konum í stjórnmálum um margra ára skeið. Hún hefur nýlátið af störfum sem forstöðukona Kvennasögusafns Íslands eftir 15 ára samfellt starf. 
 
Fyrirlesturinn hefst kl. 12 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og að honum loknum gefst gestum kostur á að skoða sýninguna Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár.