Eldri fyrirlestrar Þjóðminjasafns

Hádegisfyrirlestur: Bláklædda konan

  • 21.11.2017 Marianne Guckelsberger og Marled Mader

Þriðjudaginn 21. nóvember kl. 12 flytja Marianne Guckelsberger og Marled Mader erindi sem tengist sýningunni Bláklædda konan. Ný rannsókn á fornu kumli.

Sýningin byggir á rannsóknum vísindamanna á beinum og gripum landnámskonu sem fannst árið 1938 í kumli á Austurlandi. 

Það sem vakti forvitni Marianne og Marled voru textílleifar sem varðveittust undir brjóstnælum landnámskonunnar. Þær varðveittust vegna þess að við tæringu kopars losna málmjónir sem koma í veg fyrir að örverur brjóti niður lífræn efni. Leifarnar eru úr hör og ull og má draga þá ályktun að konan hafi verið klædd í síðan undirkjól eða skyrtu úr hör og í ullarsvuntu (skokk) utan yfir. 

Fyrirlesturinn fjallar um athuganir þeirra á textílleifunum og eftirgerð klæða Bláklæddu konunnar. Hann er fjórði í röð hádegisfyrirlestra Þjóðminjasafnsins haustið 2017. Fyrirlesturinn er á ensku. 

Verið öll velkomin. Ókeypis aðgangur.