Viðburðir framundan

Frá kristnitöku til siðaskipta. Leiðsögn um valda gripi á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins

  • 10.2.2019, 14:00 - 14:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Helga Vollertsen, sérfræðingur í munasafni Þjóðminjasafns Íslands, fræðir gesti um valda gripi á grunnsýningu safnsins; Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár. 

Sérstök áhersla er lögð á gripi sem tengjast fyrstu öldum kristni á Íslandi. Helga greinir frá sögu gripanna og samhengi þeirra við heimssýn þess samfélags sem þeir tilheyrðu.