Viðburðir framundan

Fullveldisleiðsögn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

  • 16.12.2018, 13:00 - 13:45, Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 16. desember kl. 13 fer Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, með leiðsögn fyrir gesti um miðaldahluta grunnsýningar Þjóðminjasafnsins og nýopnaðar hátíðarsýningar sem helgaðar eru kirkjugripum og friðuðum kirkjum landsins. Yfirskrift hátíðarsýninganna er Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld og Leitin að klaustrunum. Sjónum er beint að menningararfi miðalda og þeirri sögu sem hann endurspeglar um líf fólks á miðöldum. Lilja mun leggja út af þeirri sögu sem sýningargripirnir segja um samfélagið og tengja við nútímann.

Leiðsögnin er liður í sérstakri dagskrá á sýningum safnsins á Suðurgötu í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Valinkunnir einstaklingar, sem þekktir eru fyrir störf sín í þágu samfélagsins, veita leiðsögn og ræða við safngesti um hugðarefni sín. Þessari dagskrá lýkur með leiðsögn Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, en fyrsta leiðsögnin fór fram í febrúar þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, veitti leiðsögn. Leiðsögnin er ókeypis. Verið öll velkomin.